Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 77
3ÐUNN Kirkjan og árásarlið hennar. 251 ur leið pú sjálfan þig, er góð lífsregla. En það er para- dox. Hvernig geta menn orðið sjálfstæðir og fullkomnir í [rekkingu og rökvísri hugsun, nema fyrir ágæta upp- fræðslu og skólun? Hvers vegna þarf Pórbergur að ganga upp í predikunarstól og áminna lýðinn og benda honum á veg hjálpræðisins? Er pað ekki af {jví, að menn eru ekki, a. m. k. fyrr en þeir komast á vist þroskastig, færir um að rata óstuddir og án leiðbein- inga inn á veg hins eilífa lífs? Byggist ekki mikið af þekkingu og rökvísi nútímans einmitt á því, að vér höf- um fyrir milligöngu uppfræðara vorra og kennenda átt kost á að tileinka oss margt af samansafnaðri þekkingu og reynslu liðinna kynslóða með auðveldara móti en ella væri unt? Og hví skyldi ekki einnig vera svo háttað um ýms andleg eða siðleg verðmæti? Eða hvers vegna er Þórbergur t. d. svo viss um sannleikann? Munu það ekki vera leifar af trúararfi hans: áttunda boðorðinu í barnalærdóminum; kenningu Jóhannesar: guð er sann- leikur; kenningu Seneca: veritas nunquam perit? í öðru lagi reynir kirkjan að hafa áhrif á lýðinn með kenningum sínum og áminningarræðum, oft áþekkum þeirri, sem Pórbergur liefir látið á þrykk út ganga, en alveg eins og hann oft orðið vör við hið sama: sjáandi augu, sem sjá ekki, og heyrandi eyru, sem heyra ekki', erfðasyndina verstu, að menn falsa viljandi fyrir sér hina gullnu mynt tilverunnar til að tryggja sér höfuð- stól eiginhagsmunanna, efnahag, álit og völd. En kirkjan sér og skilur það, sem ekki verður séð af grein Þórbergs að hann skilji — og því síður Skúli Guðjónsson, sem ritar í sama hefti Iðunnar — af hverju hinn vondi vilji kemur og sinnuleysið gagnvart boðskap spámannanna. Hann kemur af vantrú manna eða trú- leysi á öll önnur verðmæti en höfuðstól eiginhagsmun-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.