Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 83
IÐUNN Kirkjan og árásarlið hennar. 257 ætti að vera upp úr þeim vaxinn. Af svipuðum toga er enn fremur spunnið skraf Kristins Andréssonar, í sama riti um „svikavef kirkjunnar" og loks þýðing Halldórs Kiljans Laxness á úreltri vísindagrein um „elzta guð- spjallið“,*) sem auðsjáanlega er ætlað það hlutverk, að reka fingurna í gegnum allan „svikavefinn“ og sanna, að Jesús hafi aldrei verið til, og með því læða þeirri hugmynd inn hjá fólki, að kirkjan byggi allar kenningar sínar á lygum og svikum. Raunar myndi það ekki hagga gildi trúarbragða í heild sinni, þó að slíkt sannaðist, eins og höf. ritgerðarinnar virðist sjálfur skilja, en þó myndi það grafa undan trausti manna á kirkjunni og þeirri litlu virðingu, sem hún enn þá nýtur og þessum rithöfundum þykir samt vera of mikil. Ég get ekki stilt mig uin að minnast enn á einn ó- frægjanda kirkjunnar, Gunnar Benediktsson, fyrrum prest í Saurbæ. Eftir ellefu ára preststarf lýsir hann því yfir í fyrirlestri: Njálsgata 1 og Kirkjustræti 16, að preslar þjóðkirkjunnar séu yfirleitt samvizkulausir loddarar (hann liklegast ekki undanskilinn, þau ár, sem hann starfaði þar!), sem starfi utangarna við lífið sjálft og vinni beinlínis að því vísvitandi að draga hugi manna frá þeim viðfangsefnum lífsins, sem mestu varða (þ. e. þörfum munns og maga), flækja þau og hindra viturlega úrlausn þeirra. *) Höf. ritgerðar pcssarar mun cf til vill við tækifæri, ef aðrir verða «kki fyrri til, sýna fram á, hvcrnig pessi fluga, sem er engan veginn ný °g einna rökfimlegast sctt fram af W. B. Smith í tveim mcrkum ritum: Der vorchristlichc Jesus og Eccc Dcus 1911, var siöan hrakin af ágætum fræðimönnum: F. C. Conybearc í The historical Christ 1914; Albert Schweitzcr: Quest of thc historical Jcsus; S. J. Chase: The historicity of Jesus og nú siðas: í gagnmerkilegu riti: The Messiah Jcsus and John thc Baptist, cftir Robert Eisler, útg. 1931, par scm gátan um „pögn Jó- sephusar" virðist loks vcra ráðin að fullu og fundin drög að hinum upp- runalega tcxta, sem hafði að gcyma að ýmsu lcyti fyllri frásögn um Jóhanncs skirara og dauða Jesú en sjálf guðspjöllín. Iðunn XVII ifí

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.