Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 84

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 84
258 Kirkjan og árásariiö hennar. IÐUNN' Það verður skiljanlegt af útskýringum Skúla Guðjóns- sonar, að þeir menn, sem finna hvöt hjá sér til slíkra skrifa, eru einna helzt af sérstökum stjórnmálafiokki; fyrirsvarsflokki hinna stéttvisu öreiga: kommúnistanna. Skoðun sína á kirkjunni hafa þeir meðtekið af pólitískri trúarsannfæringu og viðhalda henni síðan af hinu alt umfaðmandi „nauðsynlega“ sléttahatri. Á þessum vett- vangi urðu sinnaskifti Gunnars, þegar hann afneitaöi meistara sínum, sem honum þótti of deigur, og gekk yfir í flokk stríðsmannanna. Jafnvel Skúli viðurkennir það, aö kirkjan eigi til svo mikla víðsýni og umburðarlyndi í mörgum tilfellum (svo ófullkomin sem hún nú annars er), að hún hafi tilhneiging til að taka óvináttu þeirra, sem þannig fjandskapast við hana, meö bróðurlegri miskunnsemi. Enginn hefir hins vegar heyrt getið um það, að fulltrúar þessarar stjórnmálastefnu kærðu sig um að sýna kirkj- unni hina minstu vægð. Þeir vilja hispurslaust láta uppræta hana vegna þess, að þeir telja hana þránd í götu sinni. Þeir telja, að ef hún gangi ekki beint i ber- högg við þá sáluhjálplegu stéttabaráttu, þá geri hún menn þó a. m. k. deigari og óframfærnari til hennar. Með öðrum orðum: Kirkjan samræmist ekki að lieirra ímyndun, fremur en sjálft auðvaldsskipulagið, hinu eina nauðsynlega: Kommúnismanum. Pess vegna skal hið sama gilda um hana og gilt hefir í lögmálsbókum allra strangtrúarflokka um óvini þeirra: Brennandi heiftar- reiði öreiganna á að rífa hana til grunna og láta plóg hatursins fara yfir rústir hennar. V. Má ég, aumur prestur, einn af hinum dauðadæmdu, þcssum „glæpamönnum" þjóðfélagsins, sem auðvaldiö

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.