Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 90
264 Kirkjan og árösarlið hennar. TÐL’NN vitandi falsið gullna mynt tilverunnar fyrir höfuðstól eiginhagsmunanna: efnahag, álit eða völd. Ég fyrir mitt Ieyti hefi enga tilhneigingu til að ímynda mér, að vinir mínir og góðkunningjar séu yfirleitt ili- menni, falsarar og svikarar. Miklu fremur vil ég ímynda. mér, að þeir séu góðir menn og gegnir, vilji vel með sinni pólitísku baráttu, hugsjónir Jreirra séu ekki hræsni eða uppgerð, heldur beri þær að eins á sér fingraför takmarkaðs skilnings. Enginn efi er á f>ví, að þeir munu allir í einum kór berja sér á brjóst og sverja, að í baráttu sinni fyrir bættum kjörum vesalinganna hafi ]>eim aldrei gengið neitt annað til en hinar óeigingjörn- ustu og göfugustu hvatir. Ekki ætla ég mér p>á dul að rannsaka hjörtun og nýrun, og vel getur verið, að svona sé þetta i raun og veru í mörgum tilfellum. Þeir berjast eftir sínum siðgæðishugmyndum og hug- sjónum og ættu manna bezt að kunna að gera grein fyrir þeim. En svo er þá einnig um kirkjuna. Hví skyldum vér prestar þá liggja undir þeirra dómi eins og guðsdómi? Höfum við blóð lítilmagnanna á okkar samvizku eða látum við okkur umhugað um að hindra úrlausn góðra málefna? Við neitum slíkri ákæru sem órökstuddri og ósvífinni persónulegri móðgun. Slík ákæra er þess eðlis, að það er ekki hægt að rökstyðja hana. Hún er ofstækisfull trúarsetning. Kirkja Islands er fyrst og fremst frjáls, víðsýn og samúðarrík kirkja og ekki bundin neinum böndum. Ein- mitt af því, að hún er ríkiskirkja og ekki fjötruð neinum kreddum úreltra játninga eða þröngsýnna sérkreddu- flokka, hefir hún aðstöðu til þess að vera víðsýn. Kirkj- an er ekki' í þjónustu neins auðvalds. Hún er, vill vera. og á aö vera að eins í þjónustu kristinna hugsjóna:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.