Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 92

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 92
266 Kirkjan og árásarlið hennar. IÐUNN Símonar frá Pereu, Athronga og hvað þeir nú hétu allir saman, drukknaði í heift og blóðsúthellingum. Og um sjálfan herprestinn: Jóhannes skírara, kemst Jesús þann- ig að orði, svo miklar mætur sem hann annars hafði á honum, að hinn minsti í himnaríki væri pó honummeiri! Hvers vegna? Vegna þess, að Jesús sá og skildi, að þaö var gersamlegur misskilningur að ætla að taka guðsríkið með valdi utan að frá. Það varð að jiróast og vaxa eins og sáðkornið í moldinni út frá gróðrar- mögnum kærleikans í mannssálunum. Það varð aö vaxa fram af trúarsannfæringunni um jiað, að mennirnir væru allir bræður, börn hins sama föður. Jóhannes og messíasarnir, sem störfuðu í sambandi við hann, mis- skildu sjálf grundvallarrök jafnaðarhugsjónarinnar og fluttu jiess vegna boðskap reiðinnar og hatursins. Þess vegna endaði guðsríkisstofnun jieirra með skelfingu. Þess vegna voru hinir smæstu í himnaríki meiri en jieir. Kommúnistar eru arftakar Jóhannesar skírara og jieirrar messíasarstefnu, sem hann fylgdi. Þeir vilja taka guðsríki með valdi. Þeir trúa á leið hatursins til friðar. Þeir hafa aldrei skilið grundvallarrök bræðra- lagshugsjónarinnar. Þeir trúa ekki einu sinni, að neinn guð sé tii. Þeir trúa ekki á önnur verðmæti en jarð- nesk. Þeir trúa ekki á annaö líf en jarðneskt. Sá æðsti friður, sem þeir biðja um, er matarfriður. Og jieir trúa jiví ekki, að hann verði unninn öðru vísi en meö hatursfullri stéttabaráttu. Þeim er illa við boðun kær- leikans og hinna eilífu hugsjóna af jivi, að alt jietta gerir menn „deiga“ í jieirri baráttu. Hér skilja geysilega mikil trúaratriði kommúnismann og kristindóminn — grundvallar-mismunur í lífsskoðun. En jieim mun undarlegra er jiað, að hinn sýnilegi jarðneski árangur hvers siðar, sem er aðalatriðið fyrir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.