Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 97

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 97
JÐL'NN Kirkjan og árásarlið hennar. 271 jörðin, svo miklu víðtækara er guðsríki Jesú Krists en kommúnistaríki Karls Marx eða Lenins. Hvernig slík trú getur orðið þrándur i götu jreirra viðfangsefna, sem lífið varða mest, get ég á engan hátt skilið. Og ég mótmæli j)ví, að jressi trúarbrögð séu utanveltu við lífið sjálft. Að öllu leyti snerta jrau lífið. Þau gefa oss fagra og viðfeldna skýringu á j)ví. Þau gefa oss viturlegan og dýrlegan tilgang með j)Ví. Þess vegna geta j)au innblásið mönnum fögnuð og starfsþrek. Og að minni skoðun er kristindómurinn miklu meiri og fegri jafnaðarmenska en nokkur cin- sýnn og ofstækisfullur kommúnismi, sem formælir guði og hans dýrð, um leið og hann seilist eftir molun- um af borðum hans. Blindir eru þeir, sem þannig rnæla, á æðstu dá- semdir lífsins, og allar þeirra hugsanir lenda á veg- leysu, eins og sálmaskáldið segir um þá óguðlegu. Þó að kommúnistar séu óguölegir, er ekki með því sagt, að þeir séu vondir meiw, eins og þeir vilja láta í veðri vaka um okkur prestana. En áreiðanlega væru þeir meiri menn en þeir cru, ef j)eir reyndu að temja hugsun sína til meiri skilnings og samúðar við sérhverja hugsun bróðernisins, hvar sem hún keniur í Ijós. Þeir ættu að gleðjast, hvar sem j)eir sjá bjarma af hugsjón bræðralagsins, svo framarlega sem jafn- aðarhugsjónin er þeim alt í öllu. Benjamín Kristjánsnon.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.