Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 11
Ræður rektors Háskóla íslands
9
mest til allra orða, að undirstaðan sé réttleg
fundin, hvort sem orðið undirstaða merkir
hér grundvöll þekkingarinnar eða hinn
„rétta“ skilning á sannleikanum.
Þetta er fallegur dagur. Megi margir slíkir
renna upp í lífi ykkar, og ég vona, að ykkur
takist að leysa réttu vandamálin á réttum
tíma. Það er nefnilega ekki alltaf nógu gott
að leysa rétt skilgreint vandamál of seint
eða rangt vandamál rétt.
Megi guðs blessun, sem gefur bæði vit og
mátt og eflir dáð, hvíla yfir ykkur og fjöl-
skyldum ykkar.
Afhending prófskírteina 27. febrúar 1982
Agœtu kandídatar, góðir gestir og
heimamenn.
Við búum á Norður-Atlantshafshryggn-
um svonefnda. Landið er ungt í jarðsög-
unni. Enn er hiti í jörðu, og hreyfingar
platna valda jarðskjálftum. Eldgos létta á
þrýstingi neðanjarðar og minna okkur á þau
náttúruöfl, sem þar eru að verki.
Forfeður okkar trúðu því, að Miðgarðs-
ormur umlyki jörðina og hún skylfi, þegar
hann hreyfði sig. Einn prófessora háskólans
hefur nýlega ritað skemmtilega um það, að
líkja mætti hrygg Atlantshafsins við orminn
þann. Við búum á baki dýrsins sem spýr
eldtungum öðru hvoru. Hvernig er unnt að
lifa góðu lífi við þær aðstæður? Með því að
skoða skepnuna, fylgjast með atferli hennar
og nýta aðstæður okkur í hag með hug-
kvæmni og tækni.
Það ætti hverjum manni að vera ljóst, að
lítil von er til þess, að þetta takist nema með
menntun og rannsóknum. í þessu sambandi
verður okkur hugsað til manna eins og próf.
Sigurðar Þórarinssonar, sem nýlega varð
sjötugur, og hefur haft lag á að vekja áhuga
almennings á jarðfræði. Háskólanum er
einnig sómi að því, að próf. Þorbjöm Sigur-
geirsson átti frumkvæði að því að bægja
hrauninu frá höfninni í Vestmannaeyjum á
sínum tíma með vatnsdælingu, og hug-
myndin um að nýta varmann í.hrauninu til
húshitunar er dæmi um það, hvernig má
færa sér aðstæður í nyt til að læra að lifa
með landinu.
Svo annað dæmi sé tekið, minnist ég þess,
að á ráðstefnu, sem ég sat hér á landi fyrir
nokkrum árum, voru menn spurðir þess,
hvers þeir mundu sakna mest, ef þeir flyttust
af landi brott. Algengasta svarið var: Sund-
lauganná. Hið sama hef ég heyrt marga út-
lendinga í sendiráðum hér segja.
Nýlega birtist viðtal við sprækan Reyk-
víking, fæddan árið 1900, sem taldi sund-
laugarferðir bestu stundir lífs síns. Þetta er
táknrænt dæmi, og mér kemur í hug, að þið,
kandídatar góðir, hafið fengið að „synda"
eins og ykkur lystir hér í skólanum á kostnað
skattborgaranna.
Landsins gæði eru fleiri en heitt vatn, og
það er list að lifa. í lífslist er menntun ekki
einhlít, en hún getur verið unaður á sinn
hátt.
Lífsbaráttan hefur oft verið hörð í landi
elds og ísa við að draga björg í bú. Nú er
samt svo komið, að flestum verður að ald-
urtila hreyfingarleysi, ofát og nautnasýki.
Auk þeirra afleiðinga, sem þetta hefur í för
með sér fyrir einstaklingana sjálfa, eykur
þetta útgjöld og dregur úr framleiðslu, og
veldur jafnvel öðrum fjártjóni og margvís-
legum sárindum.
Hver einstaklingur i þessu fámenna