Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 160
158
Árbók Háskóla íslands
II. Málefni deilda og stofnana
Árnastofnun
Umsjónarmenn Stofnunar Áma Magn-
ússonar til fjögurra ára frá 1. janúar 1982
voru kjörnir Bjarni Guðnason prófessor og
Logi Einarsson hæstaréttardómari. 14.01.82
Orðabók háskólans
Fram var lögð tillaga að breytingu á
reglugerð fyrir Orðabók háskólans, 3. gr.
Felur hún það 1 sér, að auk kosningar
þriggja manna í stjórn verði nú kosinn einn
varamaður. Deildarráð heimspekideildar
mælir með þessari breytingu. Tillagan var
samþykkt samhljóða. 15.10.81
Varamaður í stjórn Orðabókar háskólans
var kjörinn Jón G. Friðjónsson lektor til
jafnlengdar kjörtímabils núverandi stjórnar.
14.01.82
Sjálfstæð verkfræðideild
Lagt fram bréf fastra kennara í verk-
fræðiskorum, dags. 5. júlí s.l., ásamt grein-
argerð og tillögum um laga- og reglugerð-
arbreytingar.
Varða hin framlögðu gögn það markmið,
að sem allra fyrst fari kennsla og rannsóknir
í verkfræði fram í sjálfstæðri deild, verk-
fræðideild Háskóla íslands. Á fundinn
komu prófessorarnir Einar B. Pálsson og
Sæmundur Óskarsson. Gerði Einar grein
fyrir þeim ástæðum, sem liggja til grund-
vallar tillögunum, og þeim rökum, sem
fastir kennarar telja vera fyrir þeim breyt-
ingum, sem lagt er til að gerðar verði.
Nokkrar umræður urðu um málið. 19.08.82
Reiknistofnun
Lagt fram bréf mrn., dags. 26. okt. 1981,
þar sem framlengd er setning Páls Jensson-
ar, lic. techn., í stöðu forstöðumanns
Reiknistofnunar um tveggja ára skeið frá
15. september 1981 að telja. 03.12.81
Lögð var fram greinargerð Reiknistofn-
unar með umsókn um tækjakaupafé vegna
ritvinnslukerfis. Rektor mælti með því, að
umbeðin fjárhæð, kr. 250 þús., verði veitt.
Tillaga rektors var samþykkt með 8 atkv.
gegn 3. 13.05.82
Fulltrúi háskólaráðs í stjórn Reiknistofn-
unar til næstu tveggja ára var kjörinn Hall-
dór Guðjónsson kennslustjóri.
Halldór I. Elíasson óskaði eftirfarandi
bókunar:
„Það sjónarmið, að Reiknistofnun tak-
marki tekjuöflun sína við þær leiðir, sem
taldar eru í reglugerð stofnunarinnar, og
sæki ekki um fjárveitingar í sjóði háskólans,
skal hér undirstrikað. Vald stjórnar til
verðlagningar á þjónustu Reiknistofnunar-
innar hlýtur að vera háð þessu aðhaldi við
tekjuöflun."
Staðfest var tilnefning viðskiptadeildar á
Jóni Þór Þórhallssyni í stjóm stofnunarinn-
ar.
Samþykkt var að beina þeim tilmælum til
stjórnar Reiknistofnunar, að reglugerð
stofnunarinnar verði tekin til endurskoðun-
ar á næstunni. 09.09.82
Kennslustjóri í félagsráðgjöf
Bréf mrn., dags. 27. okt., um að Guðrún
Jónsdóttir hafi verið sett kennslustjóri í fe-
lagsráðgjöf í félagsvísindadeild um eins ács
skeið frá 1. nóv. 1981 að telja. 03.12.?!