Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 12
10
Árbók Háskóla íslands
þjóðfélagi er dýrmætur, og þegar hann hef-
ur lokið háskólaprófi, getur hann farið að
miðla öðrum af þekkingu sinni. Undan-
farna tvo daga hefur staðið yfir ráðstefna
um rannsóknir í verkfræði og raunvísindum
í Háskóia íslands. Sé grannt skoðað, kemur í
ljós, að smæð þjóðfélags hefur ótrúlega
mikil áhrif á kennslu og rannsóknir í land-
inu.
Starfandi menn með háskólapróf eru ekki
ýkja margir, þegar tillit er tekið til allra
þeirra margvíslegu verka, sem þajf að inna
af hendi. Talið er, að þeir hafi verið um 5000
árið 1975, en eru nú sennilega um 7500. I
háskólanum eru um 3600 nemendur þ.e.
tæpur helmingur af nefndri tölu.
Það þarf einhverja lágmarksþekkingu til
að geta rekið nútímaþjóðfélag, svo að vel sé.
Kostnaður við samneysluna dreifist á til-
tölulega færri greiðendur en hjá stórþjóð-
um. Hitt er svo annað mál, að ekki er allt
nauðsynleg samneysla í þeim skilningi, að
hið opinbera verði að sjá um reksturinn.
Einnig má eflaust finna hagkvæmari lausnir
á rekstrinum. Það verður hlutverk einhverra
ykkar að sjá til þess, að hagræðing verði á
þessu sviði, að nýjum aðferðum verði beitt.
Mig langar til að víkja að nokkrum sér-
kennum Háskóla íslands, sem ég ræddi m.a.
á áðurnefndri ráðstefnu um rannsóknir í
háskólanum.
Háskóli Islands hefur sérstöðu að ýmsu
leyti í samanburði við aðra háskóla. Það
helgast bæði af smæð þjóðfélagsins og ýms-
um öðrum atriðum, sem hafa verður í huga,
þegar skýra á hlutverk hans:
— Hann er eini háskólinn í landinu sem
snýr að atvinnuvegunum — að Kenn-
araháskólanum og Hvanneyrarskóla
ólöstuðum.
— í honum er ekki kennt til doktorsprófs.
— Ýmsar rannsóknastofnanir eru honum
óháðar, og hafa reyndar verið slitnar úr
tengslum við hann.
— Tvö síðasttöldu atriðin valda því meðal
annars, að stundakennarar við Háskóla
íslands eru „menn úti í bæ“, en ekki
menn, sem starfa að rannsóknum jafn-
hliða námi og kennslu.
— Námi í verkfræði var ekki komið á til
fulls fyrr en 1970 (ef undanskilin eru
stríðsárin). Fjárveitingavaldið hefur
verið tregt til þess að veita fé til rann-
sókna og veita heimildir fyrir föstum
stöðum kennara og aðstoðarmanna.
— Því má ekki gleyma, að háskólinn er nær
eina stofnunin í landinu. sem fæst við
grunnrannsóknir.
— Þjónusturannsóknir hafa farið vaxandi í
háskólanum. Þeim hefur ekki verið
beint í ákveðinn skipulagsfarveg, en
sérstök nefnd innan háskólans undir
forystu dr. Sigmundar Guðbjarnasonar
prófessors er á lokastigi við að móta
stefnu í þeim efnum. Þess má geta, að
um helmingur af tekjum Reiknistofn-
unar háskólans er frá utanskólaaðilum.
Gerðir hafa verið rannsóknasamningar
bæði við opinber fyrirtæki og einkafyr-
irtæki, sbr. jöklarannsóknir, vistfræði-
legar athuganir og athuganir á lyfjum til
framleiðslu. Er þá ótalin margs konar
þjónustustarfsemi rannsóknastofnana,
ekki síst í læknadeild. Stundum er há-
skólinn eini aðilinn, sem getur fram-
kvæmt þessar þjónusturannsóknir.
— Vegna smæðar þjóðfélagsins og fyrir-
tækja, sem hafa lítið bolmagn til að
standa straum af kostnaði við rann-
sóknir og ráðgjafarþjónustu, og þar sem
hjá þeim er jafnvel skortur á starfsliði til
að notfæra sér slíka þjónustu, hefur hið
opinbera tekið að sér fjármögnun rann-
sókna hér á landi í ríkara mæli en víðast
hvar annars staðar. Af þessu leiðir, að
ríkið hefur verið nánast eini vinnuveit-
andinn á rannsóknasviðinu. Skortur á
samkeppni hefur orðið til þess, að hið
opinbera hefur lengst af ákveðið kaup
og kjör háskólamenntaðra manna. Á
þeim sviðum þar sem háskólinn keppir
um menn á hinum frjálsa markaði, ef