Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 58
56
Árbók Háskóla íslands
skyldi þó kenna greinina í öllum deildum
háskólans og einkunn vera veginn hluti af
lokaeinkunn í samræmi við reglur hverrar
deildar. Deild var í sjálfsvald sett hvort
námsgreinin yrði valfrjáls eða skyldugrein.
Lagadeild hefur í framhaldi af þessu
ákveðið að heimspekileg forspjallsvísindi
skuli vera skyldugrein í lagadeild, en þó að-
eins sem hluti af námi í almennri lögfræði.
Voru á deildarfundi 3. maí 1979 eftirfarandi
reglur samþykktar, sem fela í sér þessar
breytingar.
1. Haldið skal námskeið í heimspekilegum
forspjallsvísindum fyrir laganema á
hverju haustmisseri (október—desem-
ber), sem nemur 24 fyrirlestrum.
2. Námskeið skal einkum fólgið í heim-
spekilegri greiningu hugtakanna lög,
réttur og ríki og innbyrðis tengslum
þeirra.
3. Námskeiðið telst hluti almennrar lög-
fræði og skal tímum þarfækkað um einn
vikulega á haustmisseri (október—des-
ember).
4. Próf skal halda í desember og einkunn
vega 20% einkunnar í almennri lögfræði.
Kennarar o.fl.
Nú starfa sjö prófessorar við lagadeild,
tveir dósentar og tveir aðjúnktar:
Amljótur Bjömsson, prófessor
Bjöm Þ. Guðmundsson, prófessor
Eiríkur Tómasson, aðjúnkt
Gaukur Jörundsson, prófessor
Guðrún Erlendsdóttir, dósent
Gunnar G. Schram, prófessor
HallvarðurEinvarðsson, aðjúnkt
Jónatan Þórmundsson, prófessor
Páll Sigurðsson, dósent
Sigurður Líndal, prófessor
Stefán Már Stefánsson, prófessor.
Að auki sinna allmargir stundakennarar
kennslu.
Hér á eftir verður getið breytinga á
starfsliði deildarinnar á því tímabili, sem
Árbók nær yfir:
Á fundi lagadeildar 19. maí 1980 var
Stefán Már Stefánsson prófessor kosinn
forseti lagadeildar til 2ja ára frá 15. sept.
1980, en Björn Þ. Guðmundsson til vara
fyrir sama tímabil. Á fundi lagadeildar 30.
apríl 1982 var Bjöm Þ. Guðmundsson pró-
fessor kosinn forseti lagadeildar frá 15. sept-
ember 1982 að telja, en Jónatan Þórmunds-
son prófessor til vara fyrir sama tímabil.
Dr. Gunnar G. Schram var skipaður
prófessor í lögfræði frá 1. júlí 1979 að telja.
Hann var settur prófessor 1974. Aðal-
kennslugreinar hans eru stjómskipunarrétt-
ur og þjóðaréttur.
Stefán Már Stefánsson var skipaður
prófessor í lögfræði frá 1. ágúst 1979 að
telja. Hann var settur prófessor 1975. Aðal-
kennslugrein hans er réttarfar.
Björn Þ. Guðmundsson var skipaður
prófessor í lögfræði frá 1. október 1979 að
telja. Hann var settur prófessor 1978. Aðal-
kennslugreinar hans eru stjómarfarsréttur
og persónuréttur.
Guðrún Erlendsdóttir var skipuð dósent
frá 15. september 1979 að telja.
Dr. Lúðvík Ingvarssyni var veitt lausn frá
prófessorsembætti við lagadeild frá 1. októ-
ber 1979 að telja.
Nemendafjöldi og
embættispróf
Á síðustu árum hafa verið nokkrar sveifl-
ur í innritun stúdenta í lagadeild, svo sem sjá
má af eftirfarandi tölum:
1979 ............................ 93
1980 ........................... 112
1981 ............................ 88
1982 .......................... 114
Embættisprófi frá lagadeild á þessu sama
tímabili luku:
1979 ............................ 30
1980 ............................ 24
1981 ............................ 21
1982 ............................ 26