Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 111
Viðskiptadeild og fræðasvið hennar
109
bókhald, rekstrargreiningu, alls konar arð-
semisútreikninga og gerð rekstraráætlana.
Á fjórða ári stendur til að nemendur í
fyrirtækjakjarna geti valið um sex kjörsvið:
sölusvið, reikningshalds- og fjármálasvið,
stjómunarsvið, endurskoðunarsvið, raf-
reiknasvið og framleiðslusvið.
Stjómunarsvið á rætur að rekja til stjórn-
sýslusviðs, sem áður var tengt þjóðhags-
kjarna, en hefur nú verið lagt niður, en
framleiðslusvið er nýtt, og þar er lögð
áhersla á ýmsa þætti framleiðslustjómunar.
Reiknað er með, að á hverju kjörsviði taki
nemendur fimm skyldar greinar, nema á
endurskoðunarsviði, en þar sé mönnum gert
að taka sjö greinar. Heimild er einnig til að
fjölga greinum á kjörsviði enn frekar, ef
þörf þykir. Áður mynduðu þrjár greinar
kjörsvið, eða 9 námseiningar, en nú er að
ntinnsta kosti um að ræða 15 einingar.
Flestar námsgreinar kjörsviða í fyrir-
taekjakjama, aðrar en greinar framleiðslu-
sviðs, eru þegar á boðstólum, en þó ekki
aUar. Sala III og stjómun III eru nýjar
greinar, en jafnframt falla niður greinamar
ntarkaðsboðmiðlun og vinnurannsóknir.
Tvaer nýjar greinar, utanríkisverslun (e.
export marketing) og alþjóðahagfræði eiga
ser fyrirrennara í greininni utanríkisverslun
°g alþjóðastofnanir.
Einn mikilvægasti þáttur fyrirhugaðrar
endurskipulagningar náms í viðskiptadeild
er róttæk breyting á námsefni nemenda sem
velja námsbraut í þjóðhagfræði í síðari
hluta. Að vísu fá þeir nemendur sem skrá sig
1 þjóðhagskjama enn sem fyrr staðgóða
nienntun fyrstu tvö árin í deildinni í ýmsum
gteinum viðskiptafræða, svo sem bókfærslu
°g reikningshaldi, en á þriðja ári er gerð sú
breyting, að niður falla fjórar greinar
tengdar viðskiptafræðum, þ.e. stjórnsýsla I,
framleiðsla I, opinber stjómsýsla og stjóm-
skipunar- og stjómarfarsréttur. í þjóðhags-
kjarna er áhersla á rekstrarhagfræði (e.
m‘croeconomics) aukin til muna með
greinunum rekstrarhagfræði II og rekstrar-
hagfræði III. Kennsla í hagrannsóknum (e.
econometrics) er efld, og við hagrannsóknir
I er bætt nýrri grein, hagrannsóknum II. í
þjóðhagskjarna sækja nemendur á þriðja ári
einnig námskeiðin fjármál fyrirtækja I, að-
gerðarannsóknir og rafreikna IIc, en þar
verður lögð áhersla á kennslu í notkun tölva
við alls konar hagrannsóknir (notkun töl-
fræðilegra aðferða).
Á fjórða ári í þjóðhagskjarna er nú aðeins
eitt kjörsvið, hagstjómarsvið. Áhersla er því
lögð á rækilega almenna menntun í rekstr-
arhagfræði, þjóðhagfræði og hagrannsókn-
um fremur en sérhæfingu. Námsgreinar á
hagstjórnarsviði verða fimm: peningamál,
hagstjórn, fjármál hins opinbera, alþjóða-
hagfræði og vinnumarkaður.
Loks er fyrirhugað að koma upp sérstöku
rafreiknasviði fyrir þá nemendur í við-
skiptadeild sem eru mjög áhugasamir um
tölvunarfræði. Verður sviðið annað hvort
tengt fyrirtækja- eða þjóðhagskjama eða ef
til vill báðum kjörnunum, en ákvörðun um
það hefur enn ekki verið tekin.
Kennarar og nemendur
Eins og áður var getið, hefur aðsókn að
deildinni aukist mjög mikið, og innritast nú
rúmlega tvö hundruð nemendur árlega.
Fastar stöður við deildina eru ellefu, en auk
þess er staða dósents að hluta, og hafa fastar
stöður aukist um eina á þeim árum sem um
ræðir. Auglýst var laus til umsóknar ný
staða lektors í reikningshaldi og endur-
skoðun, en engin umsókn barst.
Ragnar Árnason var settur lektor í þjóð-
hagfræðigreinum 15. júlí 1980.
Jón Þór Þórhallsson var skipaður í hluta-
stöðu dósents í gagnavinnslu og skyldum
greinum 1. september 1981. Staða sú, er Jón
Þór tók við, var áður í tölfræði, og hafði K.
Guðmundur Guðmundsson gegnt henni
allt frá árinu 1959, en hann lét af störfum
vegna aldurs í lok háskólaárs 1980—1981.
Brynjólfur Sigurðsson dósent kom aftur
að deildinni á vormisseri 1981 og tók við