Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 15

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 15
Ræður rektors Háskóla íslands 13 Verður þessa vart á æ fleiri sviðum og með meiri þrýstingi en endranær, vegna þess hve sundur hefur dregið í launum með háskóla- kennurum og háskólamenntuðum mönnum á hinum frjálsa markaði. Ef við bætist bág rannsóknaraðstaða, er ekki að sökum að spyrja. Bestu mennirnir sækja ekki að há- skólanum, og þeir gerast honum fráhverfir, sem fyrir eru, leita á önnur mið eða stunda launadorg úti í bæ, sem bitnar á fræðslu- hlutverki þeirra og fræðimennsku. Háskóli íslands er nær eina stofnunin í þessu landi, sem heldur á loft grunnrann- sóknum og stundar þær. Hann snertir hverja einustu fjölskyldu í landinu með einhverj- um hætti. Verður því ekki trúað, að alþing- ismenn vilji að háskólakennsla og háskóla- rannsóknir verði andlaus flatneskja. Allur samanburður er hættulegur, sér- staklega ef hann snertir hagsmuni einhvers. Ég get samt ekki látið hjá líða að minnast á aukin togarakaup, sem flestir eru sammála um, að verða ekki til að auka þann afla er á land verður dreginn. Ef reiknað er með, að nýr skuttogari kosti 30 millj. króna í rekstri á ári, að meðtöldum afskriftum, og 20 menn séu á skipinu, kostar togaraplássið l,5 milljónir á mann á ári. Sé litið á rekstrar- fjárveitingar Háskóla íslands kostar náms- vistin að meðaltali um 35 þúsund krónur á ári á nemanda. Til að fá raunhæfan saman- burð þurfum við að bæta við afskriftum og námslánum, sem við reiknum með að þurfi að greiðast aftur á sama veg og lán fyrir togurum. Sé þetta gert, verður heildar- kostnaður á nemanda um 80 þúsund krónur á ári. Það er l/20 af togaraplássi. Sé litið á 10 togara, er kostnaðurinn 300 milljónir króna á ári, og mér telst til, að árlegur kostnaður við rekstur háskólans með 3600 nemendur, að afskriftum af öllum bygging- um og námslánum meðtöldum, sé örugg- lega lægri en þessi tala, og væri það, þótt mun betur væri að honum búið. Ég læt svo áheyrendum og alþingismönnum eftir að meta, hvort muni auka þjóðarframleiðsl- una, almenna hagsæld og vellíðan meira í þessu landi, vistun hér í skólanum eða aukin sókn þessara 10 viðbótarskipa. I þessu sambandi má einnig geta þess, að háskólaráð fer með vald til fjöldatakmark- ana í nokkrum greinum, að fengnum tillög- um deilda og námsbrauta. Er þetta vanda- samt hlutverk. Háskólaráð hefur reynst því vaxið, og hefur ráðið unnið í trausti þess, að það hafi jafnframt víðtækt vald til þess að bæta kennsluaðstöðu og ákveða, hvort og hvenær taka skuli upp kennslu í nýjum greinum. Rannsóknamál Tóm til rannsókna hefur ekki gefist sem skyldi vegna mikils kennsluálags og stjórn- unar, og ekki síst vegna þess, að nemendur gera nú miklu meiri kröfur en áður til þess, að þeim sé sinnt í verklegum æfingum og klinískum, svo og utan kennslustunda. Samt er mesta furða, hverju áorkað hefur verið, þegar á heildina er litið, sem glöggt kemur fram í Árbók háskólans, sem nýverið hefur komið út um árin 1976—1979 og 1979—80. Eftir að ég tók við rektorsstarfinu, var skipuð sérstök rannsóknanefnd undir for- sæti próf. Sigmundar Guðbjarnasonar. Skilaði hún tillögum um skipulag rann- sóknamála innan háskólans, sem háskóla- ráð hefur samþykkt. Verður unnið að fram- kvæmd þeirra á næstunni. Eitt aðalhlutverk nefndarinnar var að fjalla um þjónustu- rannsóknir, en mikils er um vert að efla þær til stuðnings við grunnrannsóknir, en ekki á kostnað þeirra. Laga- og reglugeröarbreylingar Laganefnd, sem háskólaráð skipaði undir formennsku próf. Jónatans Þórmundssonar, hefur skilað ýmsum tillögum um laga- og reglugerðarbreytingar, sem hafa verið sendar til umsagnar deilda, eftir því sem við á. Einnig hafa nokkrar tillögur borist frá deildum. Þessi mál eru nú til umræðu i há- skólaráði, og er stefnt að afgreiðslu þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316
Blaðsíða 317
Blaðsíða 318
Blaðsíða 319
Blaðsíða 320
Blaðsíða 321
Blaðsíða 322
Blaðsíða 323
Blaðsíða 324
Blaðsíða 325
Blaðsíða 326
Blaðsíða 327
Blaðsíða 328
Blaðsíða 329
Blaðsíða 330
Blaðsíða 331
Blaðsíða 332

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.