Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 154
152
Árbók Háskóla íslands
Andra Isakssonar, sem fékk framlengt
launalaust leyfi frá 1. júní 1982 til 30. júní
1983. Ennfremur var framlengd setning
Þórðar G. Valdimarssonar, Dipl. paed., í
lektorsstöðu Guönýjar Guðbjörnsdóttur
sama tímabil.
Svanur Kristjánsson, Ph.D., dósent, var
settur áfram til að gegna prófessorsemb-
ætti Ólafs R. Grímssonar, sem fékk
framlengt launalaust leyfi frá 15. sept-
ember 1982 til 15. janúar 1984. Ennfrem-
ur var framlengd setning Ólafs Þ. Harö-
arsonar í lektorsstöðu í stjórnmálafræði
sama tímabil.
Stefán Ólafsson, settur lektor, var skipaður
lektor í félagsfræði 1. júlí 1982.
Lausn frá störfum
Læknadeild
Sigurði Samúelssyni, prófessor, dr. med., var
veitt lausn frá prófessorsembætti í lyf-
læknisfræði frá 1. september 1981 fyrir
aldurs sakir. Hann var skipaður prófessor
1. desember 1955. Dr. Sigurður var síðan
settur til að gegna embættinu áfram frá 1.
september 1981 til 31. maí 1982, er ný-
skipaður prófessor tók við.
Verkfræði- og raunvísindadeild
Jónasi Bjarnasyni, dósent, dr. rer. nat., var
veitt lausn frá dósentsstöðu í efnafræði-
skor að eigin ósk 15. júní 1982. Hann var
skipaður dósent 1. september 1971.
Viðskiptadeild
Stefáni Svavarssyni lektor var veitt lausn frá
lektorsstöðu að eigin ósk 31. desember
1981.
Látnir háskólakennarar
Ólafur Hansson, prófessor emeritus í al-
mennri sagnfræði í heimspekideild, lést 18.
desember 1981.
Hann var fæddur í Reykjavík 18. sept-
ember 1909. Nam sagnfræði, landafræði og
þýsku í Osló og Berlín 1928—33, en þá lauk
hann cand. mag. prófi í þeim greinum frá
Oslóarháskóla. Hann var skólastjóri Gagn-
fræðaskólans í Neskaupstað 1934—36, en
hóf haustið 1936 kennslu við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Kenndi hann þar íslands-
sögu, almenna sögu og þýsku, en einnig
dönsku og ensku.
Er mannkynssaga var tekin upp sem
kennslu- og prófgrein í háskólanum, var
hún falin Ólafi Hanssyni, og gerðist hann þá
„aukakennari“ í heimspekideild, eins og
það var þá nefnt. Hann var skipaður pró-
fessor 1. júlí 1967 og lét þá af föstu starfi við
Menntaskólann, en gegndi þar þó áfram
stundakennslu og prófdómarastörfum.
Margvísleg störf voru Ólafi falin. Var
hann t.d. árum saman í landsprófsnefnd og
fór þá yfir úrlausnir allra landsprófsnem-
enda landsins í sagnfræði.
Hann samdi fjölda kennslubóka og rita
um sögu og landafræði, skrifaði ötullega í
blöð og tímarit og var ritstjóri landfræðirita
Menningarsjóðs. Þau verk hans, sem borist
hafa einna víðast en láta hvað minnst yfir
sér, eru Árbækur íslands í Almanaki Hins
íslenska þjóðvinafélags. Sér það hver mað-
ur, hvílík vinna er í því fólgin að viða að sér
efni í þær, svo geysimikill fróðleikur sem
þar er saman dreginn. Árbækumar ná yfir
árin 1940-80, og koma vel fram í þeim eig-
indir Ólafs Hanssonar sem sagnfræðings:
áhersla hans á staðreyndir sögunnar; en
hann gaf einnig gaum viðfangsefnum að-
ferðafræðinnar.
Ólafur Hansson varði bestu árum ævi
sinnar við kennslu í Menntaskólanum í
Reykjavík. Var hann tengdur þeirri stofnun
í 45 ár, þótt hann að vonum minnkaði þar
mjög við sig eftir að hann varð prófessor við
háskólann. Við menntaskólann — sem og
við háskólann — nutu sín vel yfirburða-
hæfileikar hans sem kennara. Ganga marg-
ar þjóðsögur um stálminni Ólafs Hanssonar,