Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 88
86
Árbók Háskóla ísiands
leiðslu á lífrænum efnasamböndum til
notkunar sem fljótandi eldsneyti.
Varmafræði vökva (Steingrímur Baldurs-
son)
Fræðilegar rannsóknir á einföldum
vökvum. Reynt hefur verið að kanna fræði-
legan grundvöli þeirra nálgunaraðferða,
sem nú eru mest notaðar við að reikna út
eiginleika vökva, sem eru í jafnvægi.
Ingvar Árnason
3. Jarðfræðastofa
Starfslið og húsnæði
Prófessor Sigurður Þórarinsson var for-
stöðumaður jarðvísindastofu R.H., sem
skiptist í þrjár deildir. Um áramót 1981
—1982 var jarðvísindastofu skipt í jarðeðl-
isfræðistofu og jarðfræðastofu, og var Sig-
urður forstöðumaður þeirrar síðamefndu til
ársloka 1982 er hann lét af embætti.
Auk forstöðumanns störfuðu á jarð-
fræðastofu fimm aðrir fastráðnir kennarar í
jarðfræði og landafræði, þrír sérfræðingar í
jarðfræði, tveir tækjafræðingar og einn
fulltrúi. Þá hefur einn jarðfræðingur, sem
vann að verkefnum fyrir styrk úr Vísinda-
sjóði, haft þar aðstöðu. Auk þess hafa
nokkrir jarð- og landfræðinemar unnið
tímabundið við aðstoðar- og rannsóknastörf
(15—20 stúdentamán. á ári). Eru það bæði
stúdentar í jarðfræðiskor og nemendur í
framhaldsnámi.
Jarðfræðastofa er til húsa í Jarðfræðahúsi
háskólans ásamt jarðfræðaskor verkfræði-
og raunvísindadeildar og Norrænu eld-
fjallastöðinni.
Starfsemi
Við Jarðfræðastofu eru stundaðar marg-
þættar rannsóknir í jarðfræði fslands, eink-
um á eftirtöldum sviðum:
Bergfræði,
jarðefnafræði,
jarðhitafræði,
eldfjalla- og gjóskufræði,
jarðlagafræði,
ísaldarjarðfræði,
steingervingafræði,
setlagafræði,
tímatalsfræði.
Árið 1980 varð jarðfræðastofa einnig
rannsóknavettvangur tveggja fastráðinna
kennara í landafræði, sem stunda aðallega
rannsóknir í mannvistarlandafræði, sögu-
legri landafræði, fjarkönnun, landnýtingu
og kortagerð.
Vinnuafl á jarðfræðastofu hefur verið
takmarkað og fjárveitingar einnig, og þess
vegna hefur ekki verið hægt að vinna að
nema hluta þeirra verkefna, sem æskilegt
hefur verið að sinna. Flest meiri háttar
rannsóknarverkefni sem hefur verið ráðist í
undanfarin ár hafa verið unnin að nokkru
leyti með styrkjum frá Vísindasjóði og er-
lendis frá.
Unnið var að ýmsum þjónustuverkefnum
og ráðgjafarstörfum, og starfsmenn voru
þátttakendur í nokkrum vinnuhópum og
nefndum, aðallega á vegum opinberra aðila.
Einnig má geta þess, að nokkursamvinna er
við erlenda jarðfræðinga og landfræðinga í
rannsóknum. Þá taka starfsmenn í jarð-
fræðaskor og jarðfræðastofu þátt i félags-
störfum og samstarfi við norræna háskóla-
kennara og sérfræðinga á sínum fræðasvið-
um og í alþjóðlegum samtökum jarðfræð-
inga og landfræðinga.