Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 43
Læknadeild og fræðasvið hennar
41
skammvinna sjúkdóma. Um 1960 varð ljóst,
að mótefni gegn visnuveiru er að finna í
blóði manna og að þau eru ekki tíðari hjá
sjúklingum með heila- og mænusigg (scler-
osis disseminata) en öðru fólki. Ekki hefur
áður verið athuguð tíðni þeirra í öðrum
sjúklingahópum. Már Kristjánsson, stud.
med., vann að þessum rannsóknum há-
skólaárið 1981—1982. Erhann fyrsti lækna-
neminn, sem notar heimild í reglugerð
læknadeildar til rannsóknaleyfis frá námi í
eitt kennsluár. Már vinnur nú úr niðurstöð-
um rannsókna sinna jafnframt námi á
fimmta ári í læknadeild.
4) Aðsendsýni vegna ýmissa veirusýkinga.
Veirurannsóknadeildin á Landspítalalóð
er eina deildin, sem annast greiningar
veirusótta fyrir sjúkrahús og starfandi lækna
í landinu. Heilbrigðisstjóm rekur deildina
að hluta og hefur frá upphafi haft þar 4
sérhæfða starfsmenn í fullu starfi vegna
þessa verkefnis og séð um allan glerþvott,
sótthreinsun og ræstingu. Um áramót
1980—1981 fékk heilbrigðisstjóm heimild til
að ráða aðstoðarlækni að deildinni, en
nauðsynlega þyrfti að fá 2 sérhæfða starfs-
menn til viðbótar sem fyrst.
Sýnum frá sjúklingum grunuðum um
ýmsar veirusýkingar hefur farið fjölgandi
með hverju ári, sem deildin hefur starfað.
Að jafnaði er nú leitað þangað vegna 150
sjúklinga á mánuði, þegar ekki er mikið um
farsóttir í landinu. Sú tala tvöfaldast eða
þrefaldast þá mánuði, sem faraldrar ganga,
og hefur deildin varla lengur bolmagn til að
mæta því vinnuálagi ef hægt á að vera að
stunda þar jafnframtgrundvallarrannsóknir
°g kennslu.
Tækninýjungar
Veturinn 1981 dvaldist Auður Antons-
dóttir, B.S., á veirurannsóknadeild Kaup-
mannahafnarháskóla til að læra nýja rann-
sóknatækni (ELISA), sem hefur mikið gildi
v'ð margs konar veirurannsóknir. Deildin
fékk tækjakost til þessara rannsókna fyrir
tekjur af rauðuhundavinnunni, og hefur
Auður nú komið í gang mislingaveirurann-
sóknum á deildinni með þessum aðferðum.
Verið er að undirbúa rannsóknir á fleiri
veirum með þessum hætti.
í samvinnu við prófessor Hannes Blöndal
og starfsfólk hans er nú unnið að því að
koma upp nýjum greiningaraðferðum á
veirum í saur. Eru saursýnin mynduð í raf-
eindasmásjá og leitað þar að veirum, sem
geta valdið sjúkdómum, en erfitt er að rækta
og greinast helst ekki með öðrum aðferðum.
Ráðstefnur, fundir og fyrirlestrar
Háskólaárin 1979—1982 tóku starfsmenn
veirurannsóknadeildar þátt í nokkrum ráð-
stefnum, fundum og námskeiðum hérlendis
og erlendis og kynntu vinnu frá deildinni.
Að auki voru fluttir nokkrir fyrirlestrar er-
lendis um helstu verkefni, sem unnið hefur
verið að.
í júní 1979 sóttu þær Auður Antonsdóttir,
líffræðingur, og Sigríður Guðmundsdóttir,
líffræðingur, starfsmenn Háskóla íslands,
norrænt námskeið (nordisk forskarkurs) um
rannsóknir á langvinnum sjúkdómum í
miðtaugakerfi. Þetta námskeið var haldið á
veirurannsóknadeild háskólans í Turku í
Finnlandi. Sagði Sigríður þar frá rannsókn-
um sínum á blóði sjúklinga með heila- og
mænusigg (sclerosis disseminata). Hún
sagði einnig frá rannsóknum sínum á þeim
sjúkdómi á þingi norrænna taugasjúk-
dómalækna i Reykjavík vorið 1980. Þar
flutti Margrét Guðnadóttir, prófessor, er-
indi um rannsóknir sínar á visnu, hæggeng-
um taugasjúkdómi í sauðfé, sem minnir á
heila- og mænusigg í fólki.
Haustið 1980 var haldið norrænt veiru-
fræðingaþing í Turku í Finnlandi, og tóku 3
starfsmenn veirurannsóknadeildar virkan
þátt i því. I tengslum við þá ferð flutti
Margrét Guðnadóttir tvö erindi um hæg-
genga taugasjúkdóma, annað á taugasjúk-
dómadeild sjúkrahússins í Linköping í Sví-