Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 106
104
Árbók Háskóla íslands
ári 1980 var notkun gatspjalda endanlega
hætt. Árið 1981 voru reist tvö skjáver, sem
aðallega eru ætluð nemendum, með samtals
20 skjáum og sitt hvorum prentaranum. Þau
eru í 2. áfanga verkfræði- og raunvísinda-
deildar og í húsakynnum viðskiptadeildar í
aðalbyggingu háskólans.
Þá hefur á undanfömum misserum verið
unnið markvisst að lagningu tölvulína
(símajarðstrengja) í allar byggingar á há-
skólalóðinni og uppsetningu dreifi- eða
tengiskápa í hverri byggingu. M.a. voru
lagðir um 170 strengir frá Reiknistofnun
undir Suðurgötu og þeim dreift í byggingar
austan götunnar. Þessi vinna var fram-
kvæmd af Pósti og síma.
Það segir sína sögu um þessa þróun, að í
árslok 1979 voru útstöðvarnar 24, í árslok
1980 voru þær 40 og í ársbyrjun 1982 voru
þær75 talsins. Á hverju misseri nota nú milli
600 og 700 nemendur tölvuna að staðaldri
og hefur sú tala meira en tvöfaldast síðan
1979. Tölvunotkun nemenda og annarra
notenda fer nú að mestu leyti fram í skjá-
verunum eða í öðrum útstöðvum í byggingum
háskólans, og fá þeir útskriftir sínar á
prentara þar. Hlaupin til og frá vélasal og
biðin þar heyra til allrar hamingju liðinni
tíð.
Þannig hefur sívinnsluþróunin og hag-
nýting útstöðva dreift tölvunotkuninni og
fært hana nær notendunum. Sjálf tölvu-
vinnslan fer þó ennþá fram að mestu á einni
tölvu. Nú er hins vegar enn frekari dreifing
fyrirsjáanleg. Má í því sambandi nefna
ýmsar ástæður og breyttar forsendur,
þ.á m.:
— Örtölvubyltingin og hinar öru verð-
lækkanir á því sem við getum nefnt
„reikniorku“, sem eru mun örari en
verðlækkun annarra þátta tölvunotk-
unar, svo sem gagnageymslu, jaðar-
tækja (t.d. prentara) og hugbúnaðar.
— Ný notkunarsvið tölvu, þar á meðal rit-
vinnsla.
— Möguleikar á samtengingu tölva og á
hröðum og öruggum flutningi gagna á
milli þeirra um svonefnd tölvunet.
Ljóst er því, að á næstu árum verða
miklar breytingar á skipulagi tölvuvinnslu,
ekki aðeins hjá Reiknistofnun háskólans,
heldur einnig hjá öðrum tölvumiðstöðvum.
Fleiri og fleiri notendur munu fá svonefnd-
ar einkatölvur, sem jafnframt verða tengj-
anlegar við tölvumiðstöðvar. Þannig mun
mikill hluti tölvuvinnslunnar smám saman
dreifast. Tölvumiðstöðvarnar munu þó
áfram gegna mikilvægu hlutverki og
væntanlega halda áfram að stækka, þrátt
fyrir dreifingu vinnslunnar. Slíkur er hraði
tölvuþróunarinnar.
Verkefnadeild
Frá upphafi hefur Reiknistofnun Há-
skóla íslands haft á að skipa nokkrum sér-
fræðingum í tölvunar- og reiknifræðum.
Hafa þeir m.a. unnið við ýmis útseld þjón-
ustuverkefni, og hefur með því tekist að láta
verkefnadeild standa undir sér.
Megintilgangurinn með verkefnadeild er
að veita þjónustu og að viðhalda sem bestri
þekkingu í þágu þjónustuverkefna. Við-
skiptavinir geta hvenær sem er hringt eða
komið með vandamál sín, hvort sem um
stuttar fyrirspumir eða stærri viðfangsefni
er að ræða. Þeir leita gjarnan ráða hjá sér-
fræðingum RHÍ um skipulagningu verk-
efna sinna eða notkun forritasafna (pakka)
og jaðartækja, svo sem tölvuteiknara eða
teikniskjáa.
Þetta fyrirkomulag, þ.e. að aðstoða við-
skiptavini við sjálfsafgreiðslu, hefur verið
ríkjandi frá stofnun RHÍ, en er nú að verða
algengara sem stefna annarra tölvumið-
stöðva undir heitinu notendaráðgjöf (in-
formation center). Helsta forsenda slíkrar
þjónustu er sú, að sérfræðingamir séu vel
þjálfaðir í notkun þess búnaðar sem not-
endur fá aðgang að.
Auk beinnar aðstoðar við viðskiptavini
fer mikið af tíma sérfræðinga í að setja upp
og viðhalda forritasöfnum (pökkum), skrifa