Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 93
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
91
nágrenni. Má þannig fá upplýsingar um
helstu brotalamir í jarðskorpunni og virkni
á þeim. Einnig má fá hugmynd um virkni
eldstöðva út frá skjálftavirkni sem tengd er
kvikuhreyfingum.
3. Skjálftamælingar á Hengilssvæðinu.
Gerðar hafa verið umfangsmiklar mæl-
'ngar á skjálftum á Hengilssvæðinu. Mæl-
ingarnar gefa upplýsingar um gerð jarð-
skorpunnar og möttulsins undir Hengils-
svæðinu, nákvæma staðsetningu og dýpi
skjálfta, legu virkra misgengja og skrið-
stefnu á þeim, og samband skjálfta og jarð-
hita.
4. Skjálftasvæði Suðurlands.
Könnuð hafa verið ummerki eftir fyrri
landskjálfta og gerðar mælingar til að fylgj-
ast með aðdraganda næstu atburða, en í
ijósi sögunnar verður að telja líklegt, að
jarðskjálftar allt að stærð 7 verði á þessu
svæði á næstu áratugum. Fylgst hefur verið
nteð skjálftavirkni og styrk radons í grunn-
vatni, og gerðar fjarlægðarmælingar á
nokkrum stöðum. Kortlagning jarðskjálfta-
sprungna hefur gefið mikilsverðar upplýs-
lngar um skjálftasvæðið og eðli jarðskorpu-
hreyfinga þar.
5. Jarðskjálftar á Atlantshafshryggnum.
Tekin hefur verið saman yfirlitsgrein um
jarðskjálfta sem tengdir eru austurjaðri
Norður-Ameríkuflekans, þ.e. á Atlants-
hafshryggnum og framhaldi hans í Norður-
Ishafi. Skjálftarnir eiga upptök á mjóu belti,
sem fylgir ás hryggjanna. Jarðskorpuhreyf-
lngar, sem skjálftunum eru samfara, eru í
góðu samræmi við kenningar um rek hafs-
hotnsins út frá hryggjunum.
6- Rannsóknir á undirlagi íslands.
Raunvísindastofnun tók þátt í fjölþjóð-
legu verkefni til rannsókna á möttlinum
undir Islandi með jarðskjálftabylgjum.
hlaelingarnar voru gerðar 1977, og úrvinnslu
lauk að mestu 1980. Tekin hefur verið sam-
an yfirlitsgrein um jarðskorpu og möttulinn
Undir landinu, og unnið var að endurbótum
a líkönum til könnunar á sigi lands undan
fargi, en það er mjög háð eiginleikum
skorpu og möttuls.
B. Segulmœlingar
1. Segulsviðsmælingar úr lofti.
Mælingum og útreikningum vegna seg-
ulkorts af íslandi var lokið á árinu 1980, en
mælingar þessar hafa staðið um árabil.
Prentun og útgáfa fjórðungskorta í mæli-
kvarða 1 : 250 000, sem sýna styrk segulsviðs
á fluglínum, er á lokastigi.
2. Bergsegulmælingar.
Þegar hraun storknar, segulmagnast það í
samræmi við jarðsegulsviðið. Með því að
mæla segulstefnu og aðra seguleiginleika
hrauna í íslenska hraunlagastaflanum má
því fá hugmynd um aldur bergsins og upp-
byggingu staflans. Á hinn bóginn má fá
upplýsingar um sögu jarðsegulsviðsins, ef
aldur bergsins er þekktúr út frá öðrum
mælingum. Umfangsmikil verkefni hafa
verið unnin á undanförnum árum á Mið-
vesturlandi, Vestfjörðum, Miðnorðurlandi
og Reykjanesi, og dregnar hafa verið af
niðurstöðum þeirra mjög fjölþættar álykt-
anir um breytingar á segulsviði jarðar síð-
astliðin 15 millj. ár.
C. Jöklarannsóknir
1. Könnun á landi undir jöklum.
Haldið var áfram mælingum á þykkt
jökla með íssjá, sem smíðuð var á Raunvís-
indastofnun. Á tímabilinu 1979—82 var
kortlagður stór hluti af undirlagi Vatnajök-
uls, ásamt þremur jöklum í Svíþjóð. Þannig
hafa fengist gögn til rannsókna á gerð
landslags undir jöklum og landmótun, til
könnunar á eldstöðvum og vatnslónum, auk
rannsókna á samhengi milli ísþykktar og
stærðar hveljökla, samspili botns og yfir-
borðslögunar og tengslum þess við ísflæði.
2. Jöklarannsóknir í Grímsvötnum, or-
sakir og eðli jökulhlaupa.
Unnið hefur verið s.l. tíu ár að rannsókn-
um á orsökum jökulhlaupa frá jarðhita-
svæðum, eldstöðvum og jaðarlónum. Gerð
hefur verið grein fyrir orsökum hlaupa í
Skeiðará og Skaftá, og gögn um þau hlaup