Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 35
Læknadeild og fræðasvið hennar
33
sýklalyfi gegn viðkomandi sýkli. Deildin sér
sjálf um gerð æta til þessara rannsókna.
Einnig eru gerð ýmis sermispróf til grein-
•nga á liða- og bandvefssjúkdómum og
mælingar á magni vissra sýklalyfja í sermi.
Sýni berast frá öllu landinu, mestur hluti
þeirra frá sjúkrahúsum í Reykjavík og ná-
grenni, nokkur hluti frá heilsugæslustöðv-
um og læknum starfandi á lækningastofum.
Vísi að sýklarannsóknastofum hefur nú
verið komið á fót á Borgarspítalanum og
nokkrum sjúkrahúsum úti á landi, þar sem
rannsökuð eru sýni, sem ekki þarf mjög
sérhæfða tækni við. Sýkladeild Rannsókna-
stofu háskólans veitir þessum sýklarann-
sóknastofum ráðgjöf og sér að nokkru leyti
um ætagerð fyrir þær.
í öðru lagi veitir sýkladeild heilbrigðis-
yfirvöldum faraldsfrœðilegar upplýsingar
um sýkingar og farsóttir eftir föngum.
í þriðja lagi hafa læknar sýkladeildar
annast kennslu í bakteríufræði fyrir Iækna-
uema, tannlæknanema, nema við náms-
brautir háskólans í hjúkrunarfræði og
sjúkraþjálfun, meinatækninema og nú und-
anfarin ár nema við Hjúkrunarskóla íslands
°g Nýja hjúkrunarskólann. Til kennslu í
bakteríufræði við læknadeild háskólans,
tannlæknadeild og þær námsbrautir, sem
tengjast læknadeild (í hjúkrunarfræði og
sjúkraþjálfun), hefur lengst af verið ætlaður
1/3 hluti úr dósentsstöðu. Hefur Arinbjöm
Kolbeinsson gegnt þessari hlutastöðu frá
þvi að hún var heimiluð árið 1959. Árið
1976 var veitt heimild fyrir annarri hluta-
stöðu til kennslu í bakteríufræði við lækna-
deild, 1/3 úr dósentsstöðu til 5 ára. Gegndi
annar sérfræðingur sýkladeildar þeirri stöðu
til 1981, en sem stendur gegnir henni eng-
inn. Á kennsluárinu 1981—82 kom nýr sér-
fræðingur til starfa við sýklafræðikennslu í
tannlæknadeild (1/2 lektorsstaða) og hvílir
sú kennsla því ekki lengur á dósent lækna-
deildar í bakteríufræði. Auk nefndrar
kennslu hafa læknar sýkladeildar oft haldið
fræðsluerindi fyrir ýmsa starfshópa heil-
brigðisþjónustunnar og tekið þátt í nám-
skeiðahaldi um sýkingar, sýnatökur, sótt-
vamir, sýklalyf og spítalasýkingar. Þeir hafa
og unnið allmikið á vegum sýkingavamar-
nefndar Landspítalans með ráðgjöf, aðstoð
við námskeið og vinnslu leiðbeiningar-
bæklinga.
í fjórða lagi hafa læknar sýkladeildar
reynt að sinna vísindaverkefnum utan við
hin daglegu þjónustu- og kennslustörf. Voru
lítil föng á slíku meðan aðeins einn læknir
var við deildina, þjónusturannsóknir jukust
hröðum skrefum og húsnæði, tækjakostur
og mannafli varð meira og meira ófull-
nægjandi.
Árið 1972 var heimiluð aðstoðarlæknis-
staða við deildina (70% hlutastaða), sem
síðan var breytt í sérfræðingsstöðu. Árið
1976 fluttist starfsemin í nýtt og rúmgott
húsnæði með bættum tækjakosti. Þá fékkst
á ný sérfræðingsstaða við deildina. Hefur
því á undanfömum ámm verið hægt að
breyta ýmsum rannsóknaraðferðum til bóta
og taka upp nýjar. Ennfremur hefur nokkr-
um verkefnum verið sinnt, sem ekki tilheyra
daglegum þjónustustörfum.
3.2. Þjónustuverkefni árin 1980—81.
Heildarfjöldi innsendra sýna árið 1980
var 47.044 og árið 1981 48.855, og sýnir
meðfylgjandi tafla skiptingu þeirra í teg-
undir. Rannsóknafjöldi er hins vegar all-
miklu meiri en sýnafjöldi, þarsem stundum
er gerð fleiri en ein tegund rannsókna á
hverju sýni. Á þetta einkum við um sermi,
þar sem rannsóknafjöldi er um það bil þre-
falt meiri en sýnafjöldi. Mun láta nærri að
rannsóknafjöldi á innsendum sýnum sé um
eða yfir 50.000 á ári.