Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 108
106
Árbók Háskóla íslands
Páll Jensson tók þátt í NORDATA ’81
ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í júní 1981.
Páll Jensson sótti námskeið um dreifingu
tölvuvinnslu hjá Frost og Sullivan í
London í mars 1982.
Bogi Erlendsson sótti ráðstefnu um
tölvunet í Florence í apríl 1982.
Þorvarður H. Magnússon og Haukur Þ.
Arnþórsson sóttu námskeið hjá DEC í Bed-
ford, Massachusetts í ágúst 1982.
Páll Jensson
Verkfræðistofnun Háskóla
íslands
Verkfræðistofnun Háskóla íslands starfar
skv. reglugerð er undirrituð var af mennta-
málaráðherra þ. 8. nóvember 1977. Þarsegir
m.a.:
Hlutverk Verkfræðistofnunar er:
(a) Að efla rannsóknir á sviði tækni- og
verkvísinda.
(b) Að meta, samræma og fylgjast með
framkvæmd rannsóknaverkefna há-
skólakennara í verkfræðigreinum.
(c) Að útvega aðstöðu fyrir rannsóknir og
verklegar æfingar til þess að styrkja
kennslu í verkfræðigreinum.
(d) Að stuðla að nánu samstarfi við rann-
sóknastofnanir utan Háskóla Islands um
rannsóknarverkefni og sem besta nýt-
ingu rannsóknaraðstöðu og tækja.
(e) Að auka tengsl starfsmanna stofnunar-
innar við atvinnulífið, m.a. með því að
vera til ráðuneytis og vinna að lausn
ýmissa þeirra vandamála, sem krefjast
sérþekkingarog rannsóknaraðstöðu sem
til eru innan stofnunarinnar.
(f) Að gangast fyrir fyrirlestrum, nám-
skeiðum og ráðstefnum, sem geta stuðl-
að að aukinni tækniþekkingu í landinu.
Af þessu má ráða, að hlutverk Verk-
fræðistofnunar er í megindráttum tvíþætt;
þ.e.: (a) rannsóknir og (b) kennsla og upp-
lýsingastarfsemi.
I fyrstu stjórn Verkfræðistofnunar voru
kjörnir prófessor Þorbjörn Karlsson, for-
maður, prófessor Júlíus Sólnes og Sigfús
Björnsson dósent. Fyrstu tvö starfsár stofn-
unarinnar, þ.e. 1978 og 1979, var starfsemin
mjög í mótun. Ekkert fast starfslið starfaði
við stofnunina, og litlar sem engar fjárveit-
ingar fengust til sjálfstæðrar rannsóknar-
starfsemi.
Árin 1980 og 1981 var prófessor Geir A.
Gunnlaugsson formaður stjórnar, en aðrir í
stjórn voru prófessor Óttar P. Halldórsson
og Sigfús Björnsson dósent. Á miðju ári
1980 réðst Ragnar Sigbjörnsson, lic. techn.,
til Verkfræðistofnunar, en hann hafði dval-
ist erlendis um alllangt skeið við nám og
síðar við kennslu og rannsóknir. Fjárveiting
hafði þá fengist fyrir því sem svarar hálfum
sérfræðingslaunum. Nokkru meiri festa
færðist yfir starfsemina eftir að fastur
starfsmaður hóf þar störf. Verkefni bárust
að með ýmsum hætti. Smám saman varð
ljóst, að ekki yrði hætta á verkefnaskorti, en
engu að síður gerðu forsvarsmenn stofnun-
arinnar sér grein fyrir, að starfsemin yrði að
byggjast til muna á sjálfstæðum rannsókna-
verkefnum, en ekki aðeins á útseldri þjón-
ustu.
Fljótlega eftir að Verkfræðistofnun tók til
starfa varð unnt að lausráða verkfræði-
nema og nýútskrifaða verkfræðinga í tíma-
bundin verkefni. Hefur því jafnan verið