Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 158
156
Árbók Háskóla l'slands
Atkvæði stúdenta gilda sem /2 hluti
greiddra atkvæða alls, eða að þessu sinni
126 '/2 atkvæði.
Guðmundur K. Magnússon hlaut því 154
+ 38.2, eða alls 192.2 atkvæði. Er það 50.6%
greiddra atkvæða.
Sigurjón Björnsson hlaut því 81 + 76.1,
eða alls 157.1 atkvæði. Er það 41.4%
greiddra atkvæða.
Aðrir hlutu miklu færri atkvæði eins og
að ofan greinir.
í kjörstjórn vegna rektorskjörs 1982
Einar Sigurðsson
Elvar Örn Unnsteinsson
Helgi Thorarensen
Jóhannes L.L. Helgason
Þráinn Eggertsson
Örn Helgason
Reglugerð
Lagt fram bréf mrn.,1) dags. 19. júlí s.l.
Staðfest hefur verið breyting á reglugerð
Háskóla fslands. Varðar breytingin 67.—69.
gr. reglugerðarinnar um nám í guðfræði.
19.08.82
Lagt fram bréf mrn., dags. 29. sept., um
að staðfest hafi verið breyting á 92., 93. og
94. gr. reglugerðar fyrir Háskóla fslands.
15.10.81
Framhaldsumræður um tillögu til breyt-
inga á lögum og reglugerð háskólans, eink-
um hvað varðar reglur um rektorskjör og
framgangskerfi.
Fram var lögð umsögn læknadeildar frá
20. f.m. varðandi framkomnar tillögur til
breytinga á reglum um rektorskjör. Um-
ræður urðu allmiklar og sjónarmið manna
skipt. Einnig voru nokkuð ræddar tillögur
um starfsreglur fyrir dómnefndir. 02.09.82
Laganefnd
Lagt fram bréf formanns laganefndar,
Jónatans Þórmundssonar prófessors, dags.
10. þ.m. Greinir hann frá því, að skipunar-
tímabili nefndarinnar sé nú að ljúka og síð-
asti fundur hafi verið haldinn 4. þ.m. Færir
hann rektor, háskólaráði og samstarfs-
mönnum í laganefnd þakkir fyrir gott sam-
starf. Gefur hann ekki kost á sér til frekari
starfa í nefndinni. 13.05.82
Árni Gunnarsson deildarstjóri var til-
nefndur í stað Sigríðar Thorlacius í laga-
nefnd frá deginum í dag til loka skipunar-
tíma nefndarinnar. Er þetta gert að ósk Sig-
ríðar, sem verður erlendis þennan tíma.
28.01.82
Lagt fram bréf Jóns Torfa Jónassonar
lektors, dags. 11. okt. s.l., þar sem hann
óskar þess að vera leystur frá störfum í
laganefnd sem fulltrúi stundakennara. Var
það samþykkt og í hans stað kjörinn Ólafur
Jónsson, fil. kand., út starfstíma nefndar-
innar, sem er til 14. maí 1982. 05.11.81
Samstarfsnefnd
Lagt fram bréf mrn., dags. 22. sept., um
að Indriði H. Þorláksson deildarstjóri hafi
verið leystur frá starfi í Samstarfsnefnd um
háskólamálefni timabundið frá 1. október
1981, og Hákoni Torfasyni deildarstjóra
falið að taka sæti hans í nefndinni til 1. apríl
1982. 15.10.81
Framhald umræðna um Samstarfsnefnd
um háskólamálefni og tilnefning fulltrúa
háskólaráðs frá 14. janúar 1982. Rektor
lagði fram af sinni hálfu nokkur minnis-
atriði varðandi nefndina og störf hennar.
Ennfremur hafði skipunarbréfi mennta-
málaráðherra til formanns nefndarinnar,
dags. 19. sept. 1970, verið dreift til háskóla-
ráðsmanna, og var það einnig fram lagt-
,Menntamálaráðuneyti“, „menntamálaráðuneytis“ jafnan skammstafað svo.