Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 114
112
Árbók Háskóla íslands
upptalningu birtra rannsókna í kaflanum
um ritstörf og fræðilega starfsemi. Árin
1979—1982 hafa helstu rannsóknarverkefni
í tannlæknadeild verið eftirfarandi:
1. Beinþroski íslenskra barna.
2. Bitfræðileg vandamál barna.
3. Faraldsfræði brota á andlitsbeinum,
meðal sjúklinga innlagðra á Borgarspít-
ala árin 1970—1979.
4. Faraldsfræði tann- og bitskekkju barna-
tanna meðal Islendinga.
5. Komutími barnatanna hjá íslendingum.
6. Form og stærðir tanna hjá íslendingum.
7. Torus mandibularis, stærð og tíðni meðal
Islendinga.
8. Faraldsfræði tannsjúkdóma hjá íslend-
ingum.
9. Meðfædd vöntun barnatanna.
Erlendir gestafyrirlesarar
Eftirtaldir fræðimenn hafa flutt röð fyrir-
lestra í boði tannlæknadeildar:
Dr. CHARLES ALLING, prófessor í
munn- og kjálkaskurðlækningum við
University of Alabama, flutti fyrirlestra-
röð í fræðigrein sinni haustið 1979.
Dr. odont. JENS J0RGEN PINDBORG,
prófessor 1 meinafræði munnsins við
Kobenhavns Tandlægehojskole, flutti
röð fyrirlestra um meinafræði munnsins
haustið 1980.
Dr. odont. BO BERGMAN, prófessor í
gervitannagerð við Umeá Universitet,
flutti fyrirlestraröð um partagerð haustið
1981.
Ráðstefnur
Ársþing Nordisk Ortodontisk Selskab
(Norrænt þing um tannréttingar) var haldið
að Hótel Loftleiðum 22.—26. júní 1980.
Forseti þingsins var dr. odont. Þórður Eydal
Magnússon prófessor.
Ársþing Scandinavian Society for
Prosthetic Dentistry (norrænt þing) 6. og 7.
ágúst undir umsjón kennara í gervitanna-
gerð, prófessoranna Guðjóns Axelssonar og
Arnar B. Péturssonar, og Einars Ragnars-
sonar lektors.
Þó svo að þing þessi séu ekki á vegum
háskólans þá er það skylda kennara í hverri
fræðigrein að stuðla að auknum samskipt-
um innan greinarinnar, að birta rannsókna-
niðurstöður jafnframt því að fylgjast með
nýjustu rannsóknum annarra á sínu fræða-
sviði.
Nemendur
Eins og sjá má af meðfylgjandi töflu er
fjöldi nýinnritaðra stúdenta og heildarfjöldi
innritaðra í tannlæknadeild:
Timabil Fyrsta ár Alls ídeildinni
1980—81 26 58
1981—82 24 57
1982—83 33 67
Stöðugt eykst fjöldi þeirra stúdenta er
æskja að taka þátt í samkeppnisprófum
fyrsta árs. En jafnframt hafa undanfarin
þrjú ár verið teknir inn á annað ár 8, þeir er
hæsta einkunn hlutu á samkeppnisprófi L
árs, en þeir stóðust að sjálfsögðu jafnframt
allir 1. árs prófin.
Alls höfðu 153 stúdentar lokið kandi-
datsprófi 1 tannlækningum í lok vormisseris
1982.
Fastráðnir kennarar
Nokkur breyting hefur orðið á fastráðnu
kennaraliði tannlæknadeildar háskólaárin
1979—1982, einkum þó hjá lektorum í
tímabundnum stöðum (til þriggja ára).
Ráðningartíma Amar Ágústs Guðmunds-
sonar lektors (50%) 1 sjúkdómsgreiningu og
röntgenfræði lauk 1. 9. 1978. öm sótti ekki
um endurráðningu. Deildin þakkar Emi
Ágústi óeigingjörn störf hans við deildina á
undanförnum árum.
Jón Viðar Arnórsson, tannlæknir, M.Sc.,
var ráðinn lektor (50%) til eins árs 1.9. 1981