Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 62
60
Árbók Háskóla íslands
Þessi skrá sýnir að fjölgun fastra kennara
hefur ekki haldist í hendur við aukna
kennslu. Ætla má að kennari kenni að jafn-
aði nær því þrjú námskeið á ári í föstum
vinnutíma sínum. Flest 5e námskeið eru
kennd í fjórum vikustundum í eitt misseri,
kennari fullnægir kennsluskyldu með ná-
lægt sex fyrirlestrartímum á viku, svo að
kennsluskyldu ætti að vera fullnægt með því
að kenna tvö námskeið annað misserið en
eitt hitt. Þeir 40 kennarar sem hér voru við
lok tímabilsins fullnægja þannig kennslu-
skyldu sinni með því að kenna 120 nám-
skeið eða aðeins rúman helming kennsl-
unnar í deildinni (53%). Þeir 39 kennarar
sem voru í deildinni við upphaf tímabilsins
ættu að hafa komist yfir 117 námskeið með
sömu reikningsaðferð eða tæp 60%. Hinn
hluta kennslunnar annast stundakennarar
og fastráðnir kennarar í yfirvinnu. Ekki
liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um
hvemig þessi umframkennsla skiptist á milli
þeirra, en fullyrða má að stundakennarar
annast mikinn meiri hluta hennar.
Ef þessi þróun heldur áfram þýðir það að
sívaxandi kennslutími og sívaxandi
stúdentafjöldi verður á hvem fastráðinn
kennara í deildinni. Þetta hefur í för með sér
vaxandi stjórnunarbyrði fyrir fastráðnu
kennarana og að því skapi minni tíma til að
sinna þeim störfum sem þeir þykjast vera
ráðnir til. Að vísu eru þessar tölur engan
veginn nákvæmar, en þær gefa þó tilefni til
umhugsunar.
Breytingar á kennaraliði
Eins og kemur fram í Árbók 1976—1979
létu þrír kennarar deildarinnar af störfum
sumarið 1979, Halldór Halldórsson,
prófessor í íslenskri málfræði, Ólafur Hans-
son, prófessor í almennri sagnfræði, og
Magnús G. Jónsson, dósent í frönsku. í
embætti Ólafs var Sveinbjörn Rafnsson, fil.
dr„ skipaður 1. mars 1980. Höskuldur Þrá-
insson, Ph.D., var skipaður í embætti Hall-
dórs 1. nóv. sama ár. I stað dósentsstarfs
Magnúsar var að sinni látið koma lektors-
starf í rómönskum málum, og var Þórður
Örn Sigurðsson, M.A., settur til þess 1. ágúst
1979 og hefur verið það síðan.
Dr. Björn Þorsteinsson, prófessor í ís-
landssögu, lét af störfum 1. júlí 1980. Sama
dag var dr. Gunnar Karlsson lektor skipaður
í stöðu hans. Við lektorsstarfi Gunnars tók
síðan Ingi Sigurðsson, Ph.D., 1. júní 1981.
Óskar Halldórsson, dósent í íslenskum
bókmenntum, fékk lausn frá starfi 1. okt.
1980. Við því tók samdægurs Vésteinn Óla-
son, mag. art., dósent í almennri bók-
menntafræði, en Helga Kress, cand. mag„
varð lektor í stað Vésteins 1. ágúst 1981.
Þrem nýjum lektorsstörfum var ráðstafað
við deildina síðan þessi saga var síðast rakin,
í Árbók 1976—79. Til var óveitt lektorsstaða
í frönsku og var Gérard Lemarquis maitrise
settur í hana 1. september 1979. Þá voru
stofnaðar tvær nýjar lektorsstöður, í ensku
og íslensku fyrir erlenda stúdenta. Ragn-
heiður Briem, Ph.D., var sett lektor í ensku 1.
ágúst 1981 og skipuð ári síðar. Svavar Sig-
mundsson, cand. mag„ var skipaður lektor í
íslensku fyrirerlenda stúdenta 1. ágúst 1982.
Lóks er þess að geta að dr. Kristján Eldjárn,
fyrrverandi forseti íslands, var skipaður
prófessor í heimspekideild 10. mars 1981, án
kennslu- eða stjórnunarskyldu, en hann lést
frá því starfi 14. september 1982, rétt í þann
mund sem hann var að byrja að kenna við
deildina.
Njörður P. Njarðvík, dósent í íslenskum
bókmenntum, hafði launalaust leyfi um eins
árs skeið frá 1. sept. 1979 og var Þórður
Helgason, cand. mag„ settur í starf hans. Þá
má telja það nýlundu að tveir kennarar
deildarinnar hafa fengið fjögurra ára leyfi
frá kennslu og stjómun á tímabilinu. Baldur
Jónsson, dósent í íslenskri málfræði, fékk
leyfi frá upphafi árs 1981 og var Kristján
Arnason, Ph.D„ settur í lektorsstarf í stað
hans. Þórhallur Vilmundarson, prófessor í
íslandssögu, fékk leyfi frá l.september 1981
og var Þór Whitehead, D.Phil., settur í