Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 176
174
Árbók Háskóla íslands
hina nýju ritageymslu við Dugguvog. Jafn-
framt var uppröðun tímarita og handbóka
breytt og settar upp nýjar merkingar, bæði
stórar og smáar.
10. Þjóðarbókhlaða
Hornsteinn var lagður að byggingunni við
hátíðlega athöfn 23. september 1981. For-
maður byggingarnefndar, dr. Finnbogi
Guðmundsson, flutti ávarp, menntamála-
ráðherra, Ingvar Gíslason, rakti í ræðu sögu
byggingarmálsins, en síðan lagði forseti Is-
lands, Vigdís Finnbogadóttir, homsteininn.
í hann var m.a. lögð skýrsla landsbóka-
varðar og háskólabókavarðar um viðbúnað
og framkvæmdir við bygginguna allt til
hausts 1981. Á plötu, sem fest verður á vegg
þann á 2. hæð hússins, þar sem hornsteinn-
inn var lagður, stendur þessi áletrun:
„Þetta hús er reist í minningu 11 alda ís-
landsbyggðar (874—1974), og hófst vinna
við það 1978.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands,
lagði hornstein að því 23. september 1981 á
740. ártíðardegi Snorra Sturlusonar.
— „en þar váru margir aðrir at, sumir at
fella, sumir at telgja, sumir saum at slá,
sumir til at flytja viðu. Váru þar allir hlutir
vandaðir mjök til. Var skipit bæði langt ok
breitt" —. (Úr 88. kap. Ólafs sögu Tryggva-
sonar í Heimskringlu, frásögn af smíði
Ormsins langa.)“
Uppsteypu hússins lauk í janúar 1982, og
var útboð á smíði þaks næsti áfangi.
Um nánari frásögn af byggingarmáli
Þjóðarbókhlöðu vísast til greinargerða
landsbókavarðar, sem árlega birtast í Árbók
Landsbókasafns.
11. Þátttaka í fundum og námskeiðum.
Kynnisferðir
1980
Einar Sigurðsson var frá ársbyrjun annar af
tveimur fulltrúum íslands í stjórn NORD-
INFO (Nordiska samarbetsorganet för
vetenskaplig information) og átti jafnframt
sæti í framkvæmdanefnd stofnunarinnar.
Stjórn og/eða framkvæmdanefnd kom
fjórum sinnum saman til fundar á árinu. í
kjölfar slíkra fundarhalda efndu NORD-
INFO og NVBF (Nordisk videnskabeligt
Bibliotekarforbund) sameiginlega til mál-
þings í Osló 24.—26. október. Fjallaði það
einkum um breytt viðhorf í samstarfi
Norðurlanda um bókasafns- og upplýs-
ingamál eftir tilkomu NORDINFO. Einar
sótti þing þetta ásamt tveimur öðrum Is-
lendingum og flutti þar erindi um þróun
safnmála og upplýsingaþjónustu á íslandi
síðasta áratug.
Þórir Ragnarsson sótti 14. norræna bóka-
varðaþingið, sem haldið var í Stokkhólmi
dagana 10.—14. ágúst. Hann flutti þar
erindi af Islands hálfu um mikilvægi bóka-
safna með tilliti til stefnumörkunar í upp-
lýsingamálum. I kjölfar þingsins sat hann
stjórnarfund í NOSP, annan tveggja sem
hann sótti á þeim vettvangi á árinu (sjá 8.
kafla).
Sjötti landsfundur íslenskra bókavarða var
haldinn í Reykjavík dagana 4.—6. septem-
ber. Yfirskrift fundarins var „Bókasafnið
sem upplýsingamiðstöð". Þorleifur Jónsson
átti sæti í undirbúningsnefnd, en auk hans
sóttu fundinn nokkrir aðrir starfsmenn
safnsins. Guðrún Karlsdóttir skýrði fundar-
mönnum frá störfum flokkunamefndar.
1981
Einar Sigurðsson var sem fyrra ár annar af
tveimur fulltrúum Islands í stjórn NORD-
INFO og átti jafnframt sæti í fram-
kvæmdanefnd stofnunarinnar. Stjórn og/
eða framkvæmdanefnd hélt fimm fundi á
árinu, og sótti Einar fjóra þeirra. Þar af var
einn framkvæmdanefndarfundur í Reykja-
vík (3.—5. okt.), hinn fyrsti sem haldinn et
hérlendis frá því er stofnunin tók til starfa
1977. I kjölfar funda NORDINFO sótti
Einar tvívegis stjómarfundi NVBF. Meðal
funda, sem Einar sótti innanlands, var ráð-
stefna um upplýsingakerfi opinberra aðila>