Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 120
118
Árbók Háskóla íslands
íþróttahús háskólans
íþróttamál háskólans eru með svipuðu
sniði og greint var frá í Árbók fyrir tímabilið
1976—1979.
Skortur á íþróttasölum
Erfitt er að koma nýjum íþróttagreinum á
framfæri vegna skorts á húsnæði til íþrótta-
iðkana. Þótt íþróttahúsið sé gott að mörgu
leyti, er það fyrir löngu orðið allt of lítið í
tvennum skilningi. í fyrsta lagi er nem-
endafjöldi við háskólann orðinn svo mikill,
að ekki er nokkur leið að taka á móti nærri
öllum, sem óska þess að fá að taka þátt í
íþróttum, og í öðru lagi er salurinn allt of
lítill fyrir vissar greinar, t.d. suma knattleiki,
sem vinsælastir eru, þar á meðal aðal-
keppnisíþróttir Iþróttafélags stúdenta, blak
og körfuknattleik.
Það hefur bjargað málinu undanfama
vetur, að fengist hefur aðstaða í íþróttahúsi
Kennaraháskóla íslands fyrir einskæra lip-
urð íþróttastjóra skólans, Karls Guð-
mundssonar, lektors. Einnig hafa fengist
tímar í skiptum við fimleikadeild K.R. í
íþróttasölum félagsins og í íþróttahúsi
Hagaskóla. Þarna er um að ræða 60—70
tima í viku í stórum og hentugum sölum
fyrir allar inniíþróttir. Spumingin er sú,
hversu lengi þessi aðstaða fæst. Ljóst er, að
við fjölgun nemenda í Kennaraháskólanum
fækkar stöðugt tímum, sem hægt er að fá
þar, og ekki er að treysta á skipti á tímum
við K.R., þar sem það hefur eigið húsnæði
til þess að fara í, þegar því hentar.
Nýtt íþróttahús
Eins og sjá má af ofanskráðu, er kominn
tími til þess að íhuga alvarlega byggingu nýs
íþróttahúss til þess að koma í veg fyrir stór-
felld vandræði í framtíðinni og til þess að
íþróttir og líkamsrækt við háskólann geti
þróast eðlilega.
Mikilvægi líkamsræktar
Hér er um að ræða miklu meira alvöru-
mál en flestir gera sér í hugarlund. Það er
staðreynd, að reglubundin og skynsamleg
íþróttaiðkun stuðlar að andlegu og líkam-
legu heilbrigði og er orku- og ánægjugjafi.
Það er því áríðandi, að nemendum háskól-
ans, sem eru að öllu jöfnu undir miklu
námsálagi og verða að þola miklar kyrrset-
ur, sé búin sem best aðstaða til líkamsrækt-
ar. Þetta á einnig við um kennarana. Allur er
þessi mannskapur dýrmætur þjóðinni og
miklum fjármunum varið til menntunar
þessa fólks. Það er því mikilvægt og hag-
kvæmt fyrir ríkið, að menntafólkið endist
sem best með sem mestri starfsorku.
Sjúkraþjálfun
í leyfi mínu frá kennslu í síðasta ári gafst
mér tækifæri til þess að dveljast við íþrótta-
háskólann í Köln, þar sem ég nam íþrótta-
fræði á sínum tíma. Þar er nú ein fullkomn-
asta rannsóknastofnun í íþróttalæknisfræði
sem völ er á. Fékk ég að fylgjast með rann-
sóknum af ýmsu tagi, einkum þó áhrifum
íþrótta á heilbrigða og fatlaða. Mér fannst
sérstaklega athyglisvert, hversu mikill ár-
angur hafði náðst í endurhæfingu hjarta- og
kransæðasjúkra með reglubundnum lík-
amsæfingum. Flestir þeirra, sem ég fékk að
fylgjast með, höfðu verið í stöðugri þjálfun í
7—8 ár og var hreint undravert, hversu vel
þeir höfðu náð sér á strik. Hef ég hug á því
að gera þessum hlutum nánari skil við
tækifæri. Mér virðist auðsætt, að skynsam-
leg og reglubundin íþróttaiðkun gegni
miklu mikilvægara hlutverki í því að koma í
veg fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma en