Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 101
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
99
á 10X 10 km reitakerfi landsins. Gögnin eru
unnin í tölvu og er stefnt að því að birta
útbreiðslukort fyrir íslensku háplöntuflór-
una eftir þessu kerfi á næstu árum.
• Rannsóknir á tRNA-genum og byrgi-
breytingum í Escherichia coli
Hér er um að ræða undirstöðurannsóknir
í erfðafræði. Tilgangur rannsóknanna er að
kanna eðli byrgibreytinga, skipulag
tRNA-gena og stjóm á starfsemi þeirra.
Unnið hefur verið að því að einangra
nokkur tRNA-gen úr bakteríunni Escher-
ichia coli, en tRNA-gen eiga það sameigin-
legt að í þeim hafa orðið stökkbreytingar er
hafa áhrif á sérvirkni mótsvarandi tRNA-
sameinda. Stökkbreytingar sem þannig
valda breytingum á erfðatáknmáli bakterí-
unnar eru kallaðar byrgibreytingar og
stökkbreyttu tRNA-genin byrgigen. Hægt
er að einangra byrgigen með því að klippa
DNA úr byrgibreyttum frumum í búta með
skerðiensímum, en bútar þessir eru síðan
rannsakaðir nánar með skerðikortlagningu
og raðgreiningu.
Bein hagnýting er ekki meginmarkmið
þessara rannsókna. Frá fræðilegu sjónar-
miði er hins vegar augljóst að aukinn skiln-
ingur á skipulagi erfðaefnisins og stjórn
genastarfs er mikils virði. Er þess að vænta
að slíkur skilningsauki geti með tímanum
leitt til vissrar hagnýtingar, t.d. á sviði
krabbameinsrannsókna.
Ennfremur er rétt að geta þess að þær
erfðatæknilegu aðferðir sem hér eru notaðar
hafa þegar verið hagnýttar til lífefnafram-
leiðslu, t.d. til framleiðslu á lyfjum og
hormónum. Þess mun og skammt að bíða að
þeim verði beitt við kynbætur jurta og dýra.
Er þvi brýnt að byggja upp fræðilega og
tæknilega þekkingu á þessu sviði hér á
•andi.
• Rannsóknir í þróunarfræði og stofn-
erfðafræði
Rafdráttur próteina er aðferð sem notuð
er í stofnerfðafræði til að meta erfðabreyti-
•eika innan stofna og tegunda og mun á
milli stofna. Aðferðinni má beita í hagnýt-
um tilgangi til að finna erfðamörk sem ein-
kenna stofna, en slíkar líffræðilegar merk-
ingar auðvelda það að fylgjast með hreyf-
ingum stofna og breytingum á stofnstærð
Á rannsóknastofu í þróunarfræði og
stofnerfðafræði fara fram fræðilegar rann-
sóknir á ýmsum eiginleikum rafdráttarað-
ferðarinnar og eru í þeim tilgangi notuð sem
ímynd esterasa-5 genið og afurð þess í
Drosophila pseudoobscura; einnig eru að
hefjast hagnýtar rannsóknir með aðferðinni
á stofnum silunga úr íslenskum vötnum.
Jafnframt eru stundaðar fræðilegar rann-
sóknir á fjölbreytileika blóðrauðugena
(hemoglobin gena) í manninum, og rann-
sóknir á þróun endurröðunar og gerð litn-
inga í kjarnafrumum.
• Rannsóknir í örverufræði
Unnið var að rannsóknum á ýmiss konar
sýndm úr umhverfi i því augnamiði að
kanna tíðni og útbreiðslu Salmonella-sýkla
á ýmsum stöðum hér á landi. Voru sýni m.a.
tekin úr vatnsbólum, straumvötnum og
fjörum, svo og alifuglabúum. Ennfremur
hefur þáttur máfa í dreifingu Salmonella-
sýkla verið sérstaklega athugaður. Nokkuð
var unnið að rannsóknum á áhrifum ísóm-
era vínsýru á vöxt ýmissa stofna af tegund-
inni Salmonella typhimurium, en þær rann-
sóknir eru gerðar í samvinnu við háskólann í
Dundee í Skotlandi.
• Háhitalíffræði
Vorið 1982 var farið af stað með nýjar
rannsóknir við Líffræðistofnun, rannsóknir
á hitakærum lífverum, þ.e. lífverum sem lifa
við mjög hátt hitastig, allt að 100°C eða
hærra. Allar háhitalífverur eru örverur og
allar lífverur sem lifa ofan við 60°C eru
bakteríur. Heimkynni þessara lífvera eru
fyrst og fremst hverir, laugar og önnur jarð-
hitasvæði. Hér á landi eru einstaklega góð
skilyrði frá náttúrunnar hendi til þess að
rannsaka háhitalífverur og hafa erlendir
vísindamenn löngum sótt hingað í þeim til-