Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 97
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
95
legra vandamál, er upp komu í tengslum við
rannsóknarverkefni í fiskifræði og sjávarút-
vegsmálum.
Reiknifræðistofan hefur aðalaðsetur í
Gömlu Loftskeytastöðinni við Suðurgötu.
Aflað hefur verið nokkurra tölvutækja í
húsið, og eru tölvuskjáir almennt komnir í
hvert herbergi. Rekstur stofunnar er að
mestu kostaður af ríkissjóði, en auk þess
hafa komið til drjúgir verkefnastyrkir bæði
innlendir og erlendir. Þá hefur verið nokkur
ágóði af þjónustu.
Helstu rannsóknarverkefni stofunnar á
tímabilinu voru:
Forritunarmál (Oddur Benediktsson)
Markmiðið var að fylgjast með hagnýtri
þróun forritunarmála, einkum er varðar
stöðlun þeirra og þróun mótaðrar forritun-
ar. Með þessu er ætlunin að aðstoða íslenska
tölvunotendur við val og notkun forritun-
armála.
Aflatölva (Oddur Benediktsson)
Markmið þessa verkefnis var að athuga,
hvort hagkvæmt sé að tölvusetja hluta þess
uPplýsingastreymis, sem fer um í brú á
fiskiskipi, til þess að létta skipstjóranum
vinnu hans og til sparnaðar við veiðar.
Tölvuvinna vegna mannerfðafræðirann-
sokna (Magnús Magnússon)
Á undanförnum árum hefur verulegur
hluti tölvuvinnslu í sambandi við mann-
erfðafræðirannsóknir á vegum Erfðafræði-
nefndar háskólans verið unninn á reikni-
ffæðistofu Raunvísindastofnunar háskól-
ans. Grundvallarskráin, sem þessar rann-
spknir byggjast á, er fæðingarskrá frá 1916
t'l 1966. Skrá þessi, með viðbótum, hefur
verið sett inn í SEED gagnasafnskerfi, sem
gerir uppflettingar, leiðréttingar og viðbæt-
Ur mjög auðveldar. Einnig hefur manntalið
1910 verið sett inn í slíkt gagnasafnskerfi.
Stærðfræðilegar rannsóknir á líkinda-
rúmum (Ottó J. Björnsson)
Rannsakaðar voru aðferðir við að auð-
kenna svonefnd Borelrúm.
Tölfræðirannsóknir í læknisfræði (Ottó
J. Björnsson)
Unnið var að úrvinnslu ýmiss konar
læknisfræðilegra athugana í samvinnu við
lækna. Þar má nefna úrvinnslu á gögnum úr
hóprannsókn Hjartaverndar. Einnig könn-
un á gildi geislavirkra efna til sjúkdóms-
greininga á heilaskemmdum í samvinnu við
ísótópadeild Landspítalans.
Líkan af samspili fiskstofna (Þorkell
Helgason, Kjartan G. Magnússon)
Unnið var að gerð reiknilíkans af samspilí
fiskstofna, einkum vegna afráns, en það
leiðir aftur til endurskoðunar á hefðbundnu
stofnstærðarmati. Gerð almenns líkans var
unnin í samvinnu við Hafrannsóknastofnun
Danmerkur. Síðan var unnið að sérhæfðara
líkani af afráni þorsks á loðnu, enda er
loðna mjög stór þáttur í fæðu þorsks. Meðal
annars hefur verið metið það magn sem ís-
lenski þorskstofninn í heild étur af loðnu
mánuð fyrir mánuð. Þessi þáttur var unninn
í samvinnu við Hafrannsóknastofnun.
Sjávarútvegslíkan (Þorkell Helgason)
Hafin var gerð heildarlíkans af þróun
sjávarútvegs, bæði í lífræðilegu og efna-
hagslegu tilliti. Um er að ræða samstarfs-
verkefni nokkurra aðila undir forystu sjáv-
arútvegsráðuneytisins. Mest var unnið að
líffræðilega þættinum, nánar tiltekið þróun
aðferða til að meta sóknarafköst hinna
ýmsu veiðarfæra og skipa, með tölfræðilegu
mati á samhengi úthalds og fiskveiðidánar-
stuðla. Samhliða var þróuð ný aðferð til að
meta stofnstærðir og fiskveiðidánarstuðla,
sundurgreinda eftir veiðarfærum. Var sá
þáttur einkum í höndum Guðmundar
Guðmundssonar.