Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 125
Mannfræðistofnun Háskóla íslands
123
Það helsta, sem unnið hefur verið úr, eru
mannfræðileg gögn varðandi:
I' Dalamenn; fullorðið fólk, aðallega, af
báðum kynjum,
2- Þingeyinga; fullorðið fólk og börn og
unglinga, af báðum kynjum, búsett í
Þingeyjarsýslu,
3- Árnesinga; fullorðið fólk og börn og
unglinga, af báðum kynjum, búsett í Ár-
nessýslu eða í Reykjavík,
4- Austfirðinga (Austlendinga), búsetta á
Héraði (Egilsstöðum og nágrenni), á
Vopnafirði og Fáskrúðsfirði, fullorðið
fólk og börn og unglinga á Héraði, en
aðeins fullorðna á hinum stöðunum,
3- Vestur-íslendinga; fullorðið fólk og börn
°g unglinga, af báðum kynjum. Jafn-
framt hefur verið haldið áfram að auka
°g endurbæta spjaldskrá yfir fólk af ís-
lenskum ættum, sem er búsett í Kanada
eða U.S.A. En forstöðumaður MHÍ hóf
fyrst verulega gagnasöfnun í þessu efni
1975 í sambandi við mannfræðirann-
sóknir á Vestur-íslendingum (sbr. Ár-
bækur H.í. 1973—76 og 1976—79),
6- úrtak fullorðinna íslenskra karlmanna, er
Guðmundur Hannesson, prófessor,
rannsakaði fyrir um það bil 6 áratugum í
Reykjavík,
3- úrtök fullorðinna karla og kvenna, er Jens
Ó- P. Pálsson rannsakaði í öllum lands-
fjórðungum íslands fyrir um 30 árum,
8- skólafólk i barna- og unglingaskólum
Reykjavíkur og nágrennis, er ofan-
nefndur J.Ó.P.P, rannsakaði aðallega á
árunum: 1962,’64 og’68.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur varðveit-
lr m.a. einnig gögn um hæðar- og þyngdar-
^ælingar frá ýmsum tímum, og með góð-
uslegu samþykki borgarlæknis og land-
æknis hefur MHÍ unnið úr þessum gögnum
og gerir enn 1983. Er stór hluti þegar kom-
inn á vélkort og segulband, og bráða-
birgðaniðurstöður hafa þegar verið gerðar
opinberar (1982 og ’83). (Frá upphafi, 1975,
hefur MHÍ haft á stefnuskrá sinni að gera
þessum skólafólksmælingum skil og öðrum
annars staðar frá af landinu.)
Um niðurstöður úrvinnslu mannfræði-
gagna MHÍ vísast annars til skýrslna, erinda
og ritgerða forstöðumanns stofnunarinnar,
er talin eru í Árbókum H.I.
Samskipti við erlenda aðila
Forstöðumaður MHÍ hefur sótt nokkrar
ráðstefnur um mannfræðileg efni, hér og
þar í Evrópu, flutt erindi um íslenska
mannfræði og birt greinar um þetta efni í
erlendum vísindaritum. (Sbr. rit- og erinda-
skrá í þessari árbók).
Meira eða minna samstarf hefur for-
stöðumaður MHÍ haft við eftirtalda erlenda
aðila árin 1979—1982:
1. dr. I. Schwidetzky, prófessor emeritus
við Gutenberg-háskóla í Mainz í V.-
Þýskalandi, vegna „morphognostiskra"
athugana á Ámesingum, samkvæmt nýj-
um aðferðum Schwidetzkys, sem byggj-
ast á ljósmyndum og mæíingum.
2. dr. A.B. Way, prófessor við Texas Tech
háskóla í U.S.A., m.a. vegna blóðsýna-
töku og blóðrannsókna á Héraðsbúum
og „demographiskrar" gagnasöfnunar
um þá og Vestur-íslendinga.
3. dr. W. Bernhard, prófessor við
Gutenberg-háskólann í Mainz, vegna
„psychophysiskra” rannsókna á fslend-
ingum, sem eru byggðar á gögnum, er
forstöðumaður MHI safnaði á Egils-
stöðum, Vopnafirði og Fáskrúðsfirði
1980,
4. dr. H. Walter, prófessor við háskólann í