Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 59
Lagadeild og fræðasvið hennar
57
Erlendir fyrirlesarar
Prófessor Henry W. McGee, jr., frá
UCLA School of Law í Los Angeles, Kali-
forníu, dvaldist hér við deildina í boði
hennar seinni hluta febrúarmánaðar. Hann
hélt m.a. fyrirlestur á vegum lagadeildar og
Lögfræðingafélags íslands sem nefndist
„Legal Rights of Criminal Suspects During
Investigation of Crime".
Prófessor Torkel Opsahl frá Háskólanum
í Osló kom í boði lagadeildar í lok október-
mánaðar 1981. Hann hélt tvo fyrirlestra.
Annar var á vegum Dómarafélags íslands
og lagadeildar og nefndist „Human Rights
and Criminal Proceedings". Hinn fyrirlest-
urinn hélt prófessorinn á vegum lagadeildar
°g nefndist hann „What can the Human
Rights Committee do?“
Prófessor Carl A ugust Fleischer frá Osló
hélt fyrirlestur á vegum lagadeildar í febrú-
ar 1980 um sjónarmið Norðmanna í deilu
þeirra við íslendinga út af Jan Mayen.
Prófessor Milner S. Ball frá University of
Georgia School of Law dvaldist á vegum
lagadeildar á tímabilinu nóvember 1980—
febrúar 1981 og hélt fjölda fyrirlestra,
einkum um réttarheimspekileg efni.
Shlomo Levin, hæstaréttardómari frá
Israel, kom og hélt fyrirlestra í boði laga-
deildar í september 1979. Fyrirlestramir
voru tveir og fjallaði annar um verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga samkvæmt ísraelsk-
um lögum en hinn um lagaleg viðhorf í
deilu Araba og fsraelsmanna.
Stefán Már Stefánsson
Um lagastofnun háskólans
Á tímabilinu 15. september 1979—15.
september 1982 hefurstjóm stofnunarinnar
verið skipuð sem hér segir: Gaukur Jör-
undsson prófessor, Guðrún Erlendsdóttir
lektor, síðar dósent, Jónatan Þórmundsson
prófessor, Sigurður Líndal prófessor. Full-
trúar Orators, félags laganema hafa verið
Magnús Norðdahl og frá 27. febrúar 1981
^O'Sgvi Gunnarsson.
Forstöðumaður allt þetta tímabil hefur
verið Sigurður Líndal prófessor.
Hlutverk stofnunarinnar hefur sem fyrr
verið að gera tillögur um fjárframlög til
rannsóknarstarfa kennara og skipta því fé
sem fengist hefur; ennfremur að safna
skýrslum um fræða- og ritstörf lagakennara
sem eiga aðild að stofnuninni.
Langveigamesta verkefnið hefur verið
útgáfa lagasafns. Með bréfi dómsmálaráð-
herra 30. október 1979 var lagastofnun falið
að sjá um útgáfu á nýju lagasafni, en skriður
komst þó ekki á málið fyrr en á árinu 1981
að fyrirsvarsmenn lagastofnunar og dóms-
málaráðuneytis gerðu með sér samkomulag
um tilhögun verksins.
Kosin var ritnefnd og eiga sæti í henni
þessir menn: Ármann Snævarr hæstaréttar-
dómari, formaður, Bjöm Friðfinnsson fjár-
málastjóri Reykjavíkurborgar og Sigurður
Líndal prófessor.
Ritstjóri safnsins var kosinn Bjöm Þ.
Guðmundsson prófessor, en hann fékk
lausn frá störfum 31. mars 1982 að eigin ósk.
Var Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur
ráðin til starfans frá 1. júní 1982, og hefur
hún gegnt því starfi síðan.
Frá árinu 1981 hefur verið unnið sleitu-
laust að útgáfunni og er hún vel á veg kom-
in.
Sigurður Líndal