Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 94
92
Árbók Háskóla íslands
notuð til þess að meta afl jarðhitasvæða
undir jökli. Unnið hefur verið að gerð
reiknilíkans sem lýsir rennslisferlum jökul-
hlaupa, og unnið að líkani af ísstreymi til
Grímsvatna og viðbrögðum íshellunnar við
breytingum á bráðnun vegna jarðhita og
áhrifum þess á tíðni og stærð Grímsvatna-
hlaupa.
3. Snjóflóðarannsóknir.
í samráði við Almannavarnir hefur verið
unnið að fræðslu um snjóflóðahættu, eðli
hennar, hættumat og varnir. Kannaðar hafa
verið aðferðir við mat á legu og stærð
hættusvæða, m.a. með fræðilegum reikn-
ingum á skriðlengd snjóflóða.
4. ískjamarannsóknir.
1 samvinnu við Hafnarháskóla var sum-
arið 1981 lokið við borun í gegnum Græn-
landsjökul. Mikið hefur verið mælt úr þeim
kjarna og hefur nokkuð af úrvinnslu gagn-
anna farið fram hér. Túlkun á gögnunum
hefur styrkst við notkun fræðilegra líkana
sem lýsa hreyfingu jökulsins.
D. Jarðhitarannsóknir
1. Sjóðandi jarðhitakerfi.
Haldið var áfram líkanreikningum á við-
brögðum sjóðandi jarðhitakerfa við
vinnsluálagi og gerð spá um vinnslugetu
slíkra kerfa við ýmis lektarskilyrði. Hliðsjón
var höfð af reynslu sem fengist hefur á
jarðhitasvæðinu í Olkaria, Kenya, og sam-
vinna við Orkustofnun, Virki hf. og Law-
rence Berkeley Laboratory, Bandaríkjun-
um.
2. Hraunhitaveita í Vestmannaeyjum.
Haldið var áfram athugunum og ráðgjöf
vegna nýtingar hraunhita í Vestmannaeyj-
um. Gufa er nú unnin úr hrauninu með
skipulegri vökvun og notuð til hitunar vatns,
sem dreift er I nær öll hús bæjarins. Vonast
er til að vinna megi varma á þennan hátt til
hitunar bæjarins fram undir 1990. Reynsla
af áhrifum vatns á storknandi hraunbráð
hefur ýtt undir hugmyndir um orsakir öfl-
ugra jarðhitakerfa undir jöklum og aðferðir
til að vinna varma úr kvikuþróm.
3. ísótópamælingar.
Mikill fjöldi 180/160 greininga hefur verið
gerður á heitu vatni sem og öðru grunn-
vatni. Gerð var tilraun til að túlka þessi
gögn fyrir jarðhitavatnið í samhengi við
efnafræði vatnsins með aðferðum faktor-
greiningar. Með þessum aðferðum fæst
mun öflugri túlkun á jarðhitakerfum en áð-
ur var unnt.
Hugmyndir um framtíðarþróun næstu
ára
Verkefni jarðeðlisfræðistofu eru flest
langtímaverkefni, og eru ekki fyrirsjáanleg-
ar á þeim stórbreytingar án aukins fjár- og
mannafla. Þó munu þau væntanlega njóta
þeirra öru framfara, sem nú eru að verða í
hvers konar gagnaöflunar- og gagna-
vinnslutækni. Vegna aðsteðjandi orku-
vandamála er líklegt, að þátttaka jarðeðlis-
fræðistofu I rannsóknum tengdum orkuöfl-
un, t.d. á megineldstöðvum, muni aukast.
Þá munu jöklarannsóknir væntanlega eflast
með nýjum starfskröftum og batnandi
tækjakosti til mælingar á jöklum og jökulís.
Brýnt er orðið að endurbæta jarðskjálfta-
mæla í landsnetinu, og er stefnt að því að
hanna mæla með stafrænni skráningu, svo
unnt sé að vinna úr mæligögnum í tölvu
meira en nú er gert. Á næsta ári er væntan-
legur nýr massagreinir, sem starfræktur
verður á Raunvísindastofnun. Þetta tæki
býður upp á margvísleg rannsóknarverkefni
á sviðum jarðfræði, jarðeðlisfræði og eðlis-
fræði. Þá er lögð áhersla á, að jarðvísinda-
legar rannsóknir á landgrunni Islands verði
stórefldar, og að þar komi til veruleg fjár-
framlög opinberra aðila. Sömuleiðis er
þýðingarmikið að fylgst verði náið með að-
draganda næstu Suðurlandsskjálfta, en
Suðurlandsundirlendi er eitt fimm svæða í
Evrópu, sem vísindanefnd á vegum
Evrópuráðsins hefur vakið sérstaka athygli
á með tilliti til rannsókna á aðdraganda
landskjálfta.
Páll Einarsson