Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 124
122
Árbók Háskóla íslands
borgarlífs á líkamsþróun að einhverju
leyti.
5. Samanburður starfshópa eða annarra
þjóðfélagshópa.
Til þess að fá hugmynd um hvort
markverður líkamlegur munur er eða
hefur skapast milli þjóðfélagshópa á Is-
landi á einhvern hátt.
6. Mismunur ýmissa líkamseinkenna eftir
kynferði („sexual dimorphism").
Samanburður er t.d. gerður milli
kvenna og karla á líkamshæð, þyngd,
augna- og háralit o.s.frv.
7. Kynslóðabreytingar („secular changes'j.
Þróun ýmissa líkamseinkenna eða
breytingar, einkum á síðustu öld eða
áratugum, t.d. eru líkamshæðaraukning,
höfuðlags- og andlitsbreytingar, sem átt
hafa sér stað á Islendingum, kannaðar.
8. Vaxtarrannsóknir.
Könnuð eru ákveðin líkamseinkenni á
ýmsum aldursskeiðum frá mannfræði-
legu sjónarmiði, einkum meðal skóla-
barna, en einnig fullorðinna fram á elli-
ár.
9. Þróun islenska kynstofnsins í Vesturheimi
(„migrational effects").
Gerður er samanburður við stofninn á
Islandi á ýmsan hátt. Leitast er við að
greina m.a. áhrif ólíkra umhverfisþátta á
líkamseinkenni afkomenda íslenskra út-
flytjenda til Ameríku.
Rannsóknarleiðangrar
1. Sumarið 1980 voru gerðar sams konar
mannfræðirannsóknir á Egilsstöðum á
fullorðnum Héraðsbúum af austfirskum
ættum, og framkvæmdar voru 1979 á
börnum þar og úr nærsveitum. (Sjá Ár-
bók Háskóla íslands 1976-1979.) Sam-
starfsaðilar voru mestmegnis þeir sömu
og þá, en Anna Kandler frá Mannfræði-
stofnun Gutenberg-háskólans í Mainz,
V.-Þýskalandi, bættist í hóp rannsóknar-
manna á Egilsstöðum. Auk þess gerðu
forstöðumaður MHÍ og hún síðar um
sumarið mannfræðirannsóknir á full-
orðnu fólki af austfirskum ættum á
Vopnafirði, Bakkafirði og Fáskrúðsfirði
(Búðum).
Heimafólk á þessum stöðum aðstoð-
aði á ýmsan hátt, m.a. við að ættgreina
einstaklinga og fá þá til rannsókna. Ágæt
vinnuaðstaða fékkst í húsi leikskólans á
Vopnafirði og í bamaskólanum á Fá-
skrúðsfirði (Búðum).
2. Sumarið 1981 gerði forstöðumaður MHÍ
mannfræðirannsóknir á fullorðnu fólki
af austfirskum ættum á Neskaupstað en
meinatæknir sjúkrahússins á staðnum sá
um töku blóðsýna og ABO-blóðflokka-
greiningu. Hún og önnur stúlka frá
staðnum aðstoðuðu forstöðumann einn-
ig við ýmis önnur störf. Ágæt vinnuað-
staða fékkst í nýbyggðu sjúkrahúsi stað-
arins.
Úrvinnsla gagna
Aðalúrvinnsla mannfræðilegra gagna
hefur farið fram í MHl, að Ásvallagötu 54 í
Reykjavík. Auk forstöðumanns hafa sömu
aðstoðarstúlkur og undanfarin ár verið við
úrvinnslu og önnur störf fyrir MHÍ: Ein er
fastráðin, hvern hálfan virkan dag í viku, og
önnur hálfan dag, þrisvar í viku. Aðrar tvasr
hafa unnið stundavinnu öðru hverju, svo og
tveir piltar 1982.
Unnið hefur verið að því að koma gögn-
um, sem MHÍ varðveitir, á „vélkort"
(IBM-gataspjöld) og síðan segulbönd til
betri varðveislu og frekari úrvinnslu. Und-
anfarin ár hefur borðtölva, sem Alexander
von Humboldt-stofnunin gaf, verið aðalúr-
vinnslutæki MHÍ.