Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 117
Félagsvísindadeild og fræðasvið hennar
115
embætti í stjómmálafræði 1. desember
1980. Ólafur er fæddur 12. desember 1951,
hann lauk M.Sc.-prófi í stjómmálafræði frá
London School of Economics and Political
Sciencé 1979.
Andras Jablonkay var settur lektor í
bókasafnsfræði 1. september 1980. Andras
er fæddur 13. júlí 1945, hann lauk M.A.-
prófi í ensku og rússnesku frá háskólanum í
Debreceu í Ungverjalandi, og M.A.-prófi í
bókasafnsfræðum frá háskólanum í Búda-
pest 1974, síðan stundaði hann framhalds-
nám við Kent State háskólann í Bandaríkj-
unum.
Guðrún Jónsdóttir var sett í embætti
kennslustjóra í félagsráðgjöf 1. nóvember
1981. Guðrún er fædd 16. júní 1931, hún
lauk félagsráðgjafaprófi frá Social Institute í
Gautaborg 1957, síðan stundaði hún fram-
haldsnám við National Institute for Social
Work Training í London 1973.
b. Stöðuhœkkanir
Þórólfur Þórlindsson var skipaður pró-
fessor í félagsfræði 1. janúar 1980. Þórólfur
var settur lektor í félagsfræði 1. ágúst 1976.
c. Nýir fastir kennarar (skipaðir eftir 1.9.
1979)
Jón Torfi Jónasson var skipaður lektor í
uppeldisfræði l.júní 1981 (settur 1.9. 1980).
Jón Torfi er fæddur 9. júní 1947. Hann lauk
Ph.D.-prófi frá Reading í Englandi 1980.
Stefán Ólafsson var skipaður lektor í fé-
lagsfræði 1. júní 1982 (settur 1.12. 1980).
Stefán er fæddur 29. janúar 1951. Hann lauk
Ph.D.-prófi frá Oxford í Bretlandi 1983.
Nemendur
Á árunum 1976—1982 fjölgaði nemend-
um í félagsfræðideild um 183, eða úr 294 í
477. þessi fjölgun nemur u.þ.b. 62 af
hundraði. Konum hefur fjölgað hlutfalls-
íega mun meira en körlum. Þannig hefur
Lonum fjölgað um 151, eða 94 af hundraði á
tímabilinu 1976 —1982. Körlum hefur að-
e>ns fjölgað um 32, eða 12 af hundraði á
Sa®a tíma. Þegar nánar er að gáð kemur í
ljós að vaxandi aðsókn kvenna að deildinni
á einkum rætur að rekja til þess að tvær
nýjar kennslugreinar við deildina, þ.e. fé-
lagsráðgjöf og uppeldisfræði til B.A.-prófs,
virðast draga að sér mun fleiri konur en
karla. Hér á eftir er tafla (tafla 3) um skipt-
ingu nemenda deildarinnar 1976—1982
eftir námsgreinum og kyni. Taflan nær
raunar yfir lengra tímabil en þessi árbók
tekur yfir, en ég birti hana hér til fróðleiks.
Háskólaárið 1979—1980 brautskráðust
70 nemendur frá félagsvísindadeild, þar af
luku 31 prófi í uppeldis- og kennslufræði til
kennsluréttinda, en 39 B.A.-prófi í hinum
ýmsu greinum deildarinnar.
Háskólaárið 1980—1981 brautskráðust
148 nemendur, þar af luku 116 prófi í upp-
eldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og
32 B.A.-prófi í hinum ýmsu kennslugreinum
deildarinnar.
Háskólaárið 1981—1982 brautskráðust
80 stúdentar frá deildinni, þar af luku 49
prófi í uppeldis- og kennslufræði til
kennsluréttinda og 31 B.A.-prófi. Um nán-
ari skiptingu brautskráðra stúdenta vísast til
meðfylgjandi töflu (töflu 4) yfir brautskráða
stúdenta úr félagsvísindadeild. I þeirri töflu
er að finna alla þá nemendur sem braut-
skráðst hafa úr félagsvísindadeild fyrir 1.
júlí 1982.
Fyrirlestrar
PETER MILLER, prófessor við háskólann í
Manchester, hélt opinberan fyrirlestur í
boði deildarinnar um kennslu þroska-
heftra. (23. september 1979)
OLE BREITENSTEIN, sænskur fjölmiðla-
fræðingur, hélt opinberan fyrirlestur í
boði deildarinnar um kvikmyndir, sjón-
varp og þjóðlegt sjálfstæði. (6. mars 1980)
ANN E. PRENTICE, rektor bókavarðahá-
skólans í Knoxwille, Tennessee, hélt opin-
beran fyrirlestur í boði deildarinnar um
nýjungar í stjómunaraðferðum og rekstri
bókasafna. (18. mars 1980)
O. KARUP PEDERSEN, prófessor, hélt