Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 98
96
Árbók Háskóla íslands
Stofnstærð hvala (Kjartan G. Magnússon)
Reikniaðferðum, sem höfðu verið þróað-
ar til að meta stofnstærð þorsks, var breytt í
því skyni að meta stofnstærð langreyðar hér
við land, og kannaðar voru erlendar að-
ferðir í sama skyni. Að þessum þætti unnu
einkum Guðmundur Guðmundsson og
Þorvaldur Gunnlaugsson á Reiknistofnun
háskólans. Þá var byrjað á athugun á
stærðfræðilegu líkani af hvalastofni til þess
að reyna að varpa ljósi á, hvaða líffræðilegir
þættir skipta mestu máli varðandi breyting-
ar á stofnstærð.
Stærðarbreytingar þorsks (Björn Æ.
Steinarsson)
Beitt var tölfræðilegum aðferðum til þess
að skýra þær stærðarbreytingar sem vart
verður hjá þorski, einkum þá minnkun á
vaxtarhraða, sem gætt hefur frá 1979.
Fiskihagfræði (Ragnar Ámason)
Unnið var að rannsóknum á hagkvæmu
skipulagi fiskveiða íslendinga með sérstakri
áherslu á botnlægar fisktegundir. Rann-
sóknirnar beindust m.a. að ákvörðunar-
vandamáli stjórnenda fiskiskipa og þeim
þáttum, sem ráða vali þeirra á veiðarfærum,
miðum, veiðitíma, fiskileitartíma o.s.frv.
Haglíkan (Þorkell Helgason)
Unnið var áfram að gerð hermilíkans af
íslenska hagkerfinu. Er því einkum ætlað að
sýna skammtíma verðþróun. Grundvöllur
líkansins er aðfanga- og afurðafylki, þar
sem hagkerfinu er skipt í 20 atvinnugreinar.
Verkefnið er unnið í samvinnu við við-
skiptadeild háskólans.
Grunnvatnsreikningar (Sven Þ. Sigurðs-
son)
Kannaðir voru ýmsir þættir tölulegra að-
ferða tengdir grunnvatnsreikningum, þ.e.
ákvörðun á því, hvemig grunnvatnshæð á
tilteknu svæði breytist eftir lekt og úrkomu á
svæðinu og sem fall af tíma. Unnið í sam-
vinnu við Snorra Pál Kjaran, verkfræðing á
straumfræðistöð Orkustofnunar.
Tölulegar aðferðir við lausn diffurjöfnu-
hneppa (Sven Þ. Sigurðsson)
Unnið var að samantekt á tölulegum að-
ferðum, sem hafa verið þróaðar víða um
heim á síðasta áratug til lausnar á svo-
nefndum stífum diffurjöfnuhneppum, með
það að markmiði að varpa nýju ljósi á ýmsa
eiginleika þeirra.
Ólínuleg stýrikerfi (Kjartan G. Magnús-
son)
Unnið var að fræðilegri athugun á því,
hvaða upplýsingar mælingar á ólínulegu
stýrikerfi geta veitt um stöðu þess í því til-
viki, þegar staðan hefur óendanlega margar
víddir.
Yang-Mills jöfnur (Þórður Jónsson)
Unnið var að rannsókn á tilvist og eigin-
leikum lausra ólínulegra hlutafleiðujafna,
sem kenndar eru við Yang og Mills, en talið
er að frumkröftum náttúrunnar megi lýsa
með skammtasviðum af sérstakri gerð, svo-
nefndum kvarðasviðym, sem hlíta jöfnum
Yang-Mills. Af þessum athugunum spruttu
ýmsar stærðfræðilegar niðurstöður, sem
varða m.a. hnitunaraðferðir við lausn
ólínulegra diffurjafna og samanburð á
lengdum skammlína í víðáttum með nei-
kvæðan krappa.
Þorkell Helgason