Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 55
Læknadeild og fræðasvið hennar
53
5. Hlutverk hjúkrunarfræðings á almenn-
um sjúkradeildum, 1980.
6. Skráning í hjúkrun, 1981.
7. Konur í hjúkrunarstarfi, 1982.
8. Starfsánægja hjúkrunarfræðinga, 1982.
9. Símenntun hjúkrunarfræðinga, er
brautskráðst hafa frá Háskóla íslands,
1982.
10. Skortur á hjúkrunarfólki miðað við
ónotuð stöðugildi í febrúar 1982, 1982.
Að þessum verkefnum hafa nemendur
unnið undir stjórn Mörgu Thome dósents,
nema verkefninu: Könnun á fæðuneyslu 12
ára skólabarna í Reykjavík (1980). Það var
unnið undir stjóm Laufeyjar Steingríms-
dóttur, næringarfræðings. Það ber að líta á
nokkur þessara verkefna sem forkannanir,
sem nota mætti til áframhaldandi rann-
sókna. Þau eru yfirleitt unnin á stuttum
tíma, þrem til fjórum mánuðum á vormiss-
eri.
Námskeið í stjórnunarfræði
I júní 1980 var haldið námskeið í stjóm-
unarfræði á vegum námsbrautarinnar og
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
Námskeiðið sóttu um 30 hjúkrunarforstjór-
ar sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva víðs
vegar að af landinu, og stóð það yfir í 2
vikur. Undirbúning og stjómun annaðist
námsbrautarstjóri, en Margaret Hooton
prófessor kenndi að mestu leyti.
Félagslíf
Félag hjúkrunarfræðinema er vaxandi
félag og allvirkt. Innan félagsins starfa
nefndir að ýmsum málefnum. Má þar nefna
ritnefnd, kynningarnefnd, bókanefnd, hús-
nefnd og skemmtinefnd. Félagið gefur út
blað, Curator, sem kemur út einu sinni til
tvisvar á ári.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir
Námsbraut í sjúkraþjálfun
Inngangur
I síðustu Árbók var rakinn aðdragandi að
stofnun námsbrautarinnar. Verður þetta
ekki endurtekið hér, en kennsla hófst við
námsbrautina árið 1976, og hafa útskrifast
u þ.b. 40 nýir sjúkraþjálfarar á árunum
1980—82. Heyrist sagt að það sé eins og
dropi í hafið, því enn er mikill skortur á
sjúkraþjálfurum hér á landi. Þó er vitað að
stofnanir eins og t.d. Landakotsspítali hafa
nú fyrst haft sjúkraþjálfara í reglulegu starfi.
Kennarar
Breytingar á kennaraliði hafa ekki verið
stórar, nema að Ella Kolbrún Kristinsdóttir,
sem áður gegndi starfi námsbrautarstjóra,
var skipuð í dósentsstöðu 1981. Á vormiss-
en 1982 sinnti Ella Kolbrún nær eingöngu
kennslu í liffærafræði í læknadeild, en
læknadeild lét í skiptum % lektorsstöðu til
kennslu í námsbrautinni. I þá stöðu var
settur Hilmir Ágústsson, og sat hann eitt
misseri. Þessu fyrirkomulagi verður haldið
áfram 1982—83 og auglýst eftir kennurum.
Auk þessa eru tveir fastráðnir lektorar við
námsbrautina.
Stjórnun
Námsbrautin hefur sjálfstæða stjóm sem í
sitja fastráðnir kennarar, tveir fulltrúar
læknadeildar, fulltrúi háskólaráðs og full-
trúar stúdenta. Sú breyting varð að staða
námsbrautarstjóra var felld niður. Við það
varð gjörbreyting á starfi og skyldum for-
manns námsbrautarstjómar. Hafa fastráðn-
ir kennarar verið kosnir formenn síðan, en
stjómin kýs sér formann á hverju ári.
Annars reyna kennarar að deila með sér