Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 81
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
79
höfð opin almenningi og komið fyrir aug-
lýsingaspjöldum þar sem sagt var frá
kennsluverkefnum skora og rannsóknum
háskólakennara. Einnig héldu nokkrir
kennarar fyrirlestra um valin efni. Þetta
„opna hús“ þótti takast vel, fjölmenni var í
húsum deildarinnar að skoða auglýsinga-
spjöld og tæki deildarinnar og hlusta á út-
skýringar kennara. Fyrirlestrar voru mjög
vel sóttir.
Deildin gekkst fyrir tveggja daga ráð-
stefnu 25. og 26. febrúar 1982 um „Hlutverk
og skipulag háskólarannsókna á sviði raun-
vísinda og verkfræði". Ráðstefnan var vel
sótt, einnig af fulltrúum atvinnulífsins, og
mátti finna að viðhorfin í atvinnulífinu og
hjá háskólakennurum voru þarna líkari en
oft áður. Var almennur samhugur ráð-
stefnugesta um nauðsyn á vaxandi rann-
sóknastarfi. Markmið ráðstefnunnar var að
undirbúa frekari úttekt á rannsóknaáætl-
unum innan deildarinnar. Samráð rann-
sóknastofnana deildarinnar um þetta efni
var hafið um vorið 1982 og gert ráð fyrir að
leggja verkefnalista fyrir nefnd sem tæki að
sér að gefa út langtímaáætlun í samráði við
Rannsóknaráð ríkisins.
Halldór I. Elíasson/
Sigurður V. Friðþjófsson
Raunvísindastofnun háskólans
Starfsemi og umsvif á árunum 1979—1982
inngangur
Rekstur rannsókna á vegum verkfræði-
°g raunvísindadeildar er í höndum þriggja
stofnana, en þær eru Raunvísindastofnun
(stofnuð 1967), Líffræðistofnun (stofnuð
1974) og Verkfræðistofnun (stofnuð 1977).
Skorir hafa hins vegar umsjón með kennslu
deildarinnar. Húsnæði er samnýtt til
kennslu og rannsókna eftir því sem hentugt
þykir, og nemendur taka nokkurn og vax-
andi þátt í rannsóknum. Starfsemi Raun-
visindastofnunar fer fram í húsi hennar við
Dunhaga og að auki í Jarðfræðahúsi, gömlu
Loftskeytastöðinni og byggingum verk-
fsðideildar við Hjarðarhaga.
Eins og skýrslur forstöðumanna stofa og
deildarstjóra bera með sér, er starfsemi
stofnunarinnar víðtæk og margbrotin.
A því tímabili, sem þessi skýrsla nær til,
afa engar nýjar kennara- og sérfræðinga-
stöður fengist. Sótt hefur verið um sérfræð-
mgsstöðu í stærðfræði og kísilefnafræði, og
verkfræðideild hefur sótt á um nýjar kenn-
arastöður á starfssviði stofnunarinnar, en án
árangurs.
Ýmsar breytingar hafa þó orðið í
mannahaldi eins og eðlilegt er, en þær verða
ekki tíundaðar hér. 1980 fékkst ný staða
aðstoðarmanns við þunnsneiðagerð á jarð-
fræðastofu, og mjög brýnt er að fjölga enn
frekar stöðum aðstoðarmanna í rannsókn-
um. I árslok 1982 voru alls 28 kennarar með
rannsóknaraðstöðu á stofnuninni, og sér-
fræðingsstöður voru 19, þar af 6 stöður
fastskipaðar og 13 svonefndar 1—3ja ára
stöður. Annað starfsfólk í fullu starfi var alls
23 og auk eru að jafnaði einhverjir laus-
ráðnir um skamma hríð vegna sérstakra
verkefna eða náms.
Fjárhagsleg umsvif koma fram í töflu,
en þar er rekstri skipt á einstakar stofur. Auk
fjárveitinga úr ríkissjóði hefur stofnunin
haft nokkrar sértekjur. Þessar tekjur eru
vegna rannsóknaverkefna sem stofnunin