Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 105
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
103
fyrir forritunarmálin FORTRAN 4,
COBOL, RPGII og PL/I (D) og ýmis
forritasöfn og kerfi, svo sem SSP, GPSS,
LPS, COGO o.n.
Vorið 1979, þegar IBM 360/30-tölvan
hafði verið í notkun á Reiknistofnun í
tæp 3 ár, fór háskólinn fram á að tíma-
bilið yrði framlengt um allt að einu ári,
m.a. vegna þess að ákvarðanir stjórn-
valda um að heimila tölvukaup höfðu
dregist á langinn. Varð IBM góðfúslega
við þessari beiðni.
IBM 360/30-samstæðan var þannig í
samfelldri notkun hjá Reiknistofnun frá
byijun september 1976 til loka apríl
1980, eða í 44 mánuði. Alls voru 115.867
verk unnin á vélinni, eða að jafnaði 2.633
verk á mánuði (mest 6.340 verk í mars
1977). Athuga ber að þar eð flest verkin
voru nemendaverkefni var meðalverk-
tími aðeins um 3.6 mínútur.
Notkunartími vélarinnar á þessum 44
mánuðum var 6.982 klukkustundir, eða
að jafnaði 159 klst. á mánuði. Mesti
álagsmánuður var nóvember 1977, en þá
var notkunin 275 klst., og var þá opið til
miðnættis og einnig opið um helgar.
Það er augljóst, að sjálfsafgreiðsla
notenda, sem að miklum hluta eru
óæfðir nemendur, hlýtur að auka bil-
anatíðni vélbúnaðar. Þótt ekki liggi fyrir
tölur um rekstraröryggi IBM 360/30-
samstæðunnar þann tíma, sem hún var í
notkun á Reiknistofnun, má fullyrða, að
það var mjög nálægt 100%. Að mínu áliti
er það framar öðru að þakka reglu-
bundnu eftirliti sem starfsmenn IBM á
íslandi önnuðust vikulega, svo og skjótri
og góðri viðgerðarþjónustu þegar bilana
varð vart.
2- Fjárupphæð þeirri, sem gefin var og nam
u.þ.b. 6.4 millj. vorið 1976, hefur
Reiknistofnun aðallega varið til að
greiða kostnað við utanferðir forstöðu-
manns og starfsmanna á ráðstefnur um
tölvumálefni og til kynningar á nýjung-
um. Þess má geta, að nærri lætur að gjöf
þessi hafi numið tveggja mánaða veltu
Reiknistofnunar árið 1976, og var hún
því veruleg búbót fyrir stofnunina.
3. Rannsóknarsjóður IBM vegna Reikni-
stofnunar starfaði í hartnær fimm ár.
Starfsemi hans verða gerð ítarlegri skil á
öðrum vettvangi en hér. Aðeins skal
nefnt, að sjóðstjómin úthlutaði u.þ.b. 50
styrkjum alls. Flestir styrkjanna voru
veittir til að greiða tölvukostnað rann-
sóknarverkefna, sem unnin voru á tölvu
Reiknistofnunar.
Hin þríþætta gjöf IBM til Háskóla íslands
olli á sínum tíma nokkrum deilum. Voru
þær að hluta stjómmálalegs eðlis, og mun ég
ekki ræða nánar um það hér. En auk þess
heyrðust gagnrýnisraddir, sem töldu IBM
360/30-vélina úrelta og afkastalitla svo að
hún kæmi að litlum notum fyrir háskólann.
Það er von mín, að þessi grein hafi talað sínu
máli um hið mikla gagn, sem nemendur og
kennarar háskólans og aðrir notendur
Reiknistofnunar hafa haft af vélinni. Það er
rétt, að IBM 360/30 var engin tækninýjung
árið 1976. En það er einnig staðreynd, að
einmitt á þeim fimm árum, sem síðan liðu,
var framgangur tölvunotkunar við kennslu
og rannsóknir meiri en nokkru sinni fyrr í 17
ára sögu tölvuþróunar Háskóla íslands, eða
frá því að IBM 1620-tölvan var tekin í
notkun árið 1964.
Þróun tölvuþjónustu
Fyrstu 15 árin í sögu tölvuvinnslu við
Háskóla íslands, eða frá 1964 til ársins 1979,
ríkti alger miðskipan tölvunotkunar. Not-
endur götuðu forrit sín og gögn á spjöld á
göturum, sem staðsettir voru á Reiknistofn-
un, lásu verkefnin inn í vélasal og fengu
útskriftir þar.
Frá 1979 hefur tölvunotkun dreifst í æ
ríkara mæli yfir á útstöðvar (tölvuskjái og
prentara) í hinum ýmsu byggingum háskól-
ans. Með tilkomu VAX-tölvunnar á miðju