Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 121
íþróttahús háskólans
119
menn hafa almennt gert sér ljóst, fyrst unnt
er að endurhæfa sjúklinga svo vel sem raun
ber vitni með líkamsæfingum.
Létt leikfimi
Með þetta í huga er það ætlun mín að
koma á léttri leikfimi fyrir nemendur og
kennara háskólans og aðra tengda honum,
sem ekki treysta sér til þess að taka þátt í
almennri leikfimi, sem nú er boðið upp á og
hefur verið vel sótt einkum af yngri kenn-
urunum. Vandinn er fyrst og fremst sá að
komast inn í stundaskrá íþróttahússins á
heppilegum tíma, en þar er lítið svigrúm
eins og kemur fram í upphafi greinargerðar
minnar. Ég vil hvetja alla, sem eru smeykir
um sig og finnst þeir ekki nógu hressir, að
iðka göngur daglega og helst að fá sér hlýj-
an, lipran útigalla til þess að skokka í á þeim
tíma dags sem þeim best hentar. Búnings-
klefar íþróttahússins og böð standa opin frá
morgni til kvölds, tíu mánuði ársins. 1 júlí og
ágúst er lokað, því þá fer fram viðgerð og
hreingeming á sal, böðum og búningsklef-
um.
Sundiðkun
Hvað sundinu viðkemur, þá hef ég alltaf
lagt á það mikla áherslu, að nemendur há-
skólans fengju frían aðgang að sundstöðum
til þess að örva þá til sundiðkana. Og sundið
er eina íþróttin, sem allir geta notið jafnt,
þar sem hver maður getur sett það í eigin
stundaskrá, þar sem best hentar. íþróttaæf-
•ngar og íþróttakennsla í almennri stunda-
skrá rekst hins vegar óhjákvæmilega oft á
kennslu í öðrum greinum og útilokar þannig
marga, sem annars hefðu viljað vera með.
Því miður hefur fjárveiting til sundsins
ekki verið nándar nærri nógu há, en fyrir
harðfylgi og velvilja rektors hafa stúdentar
fengið frítt sund að meðaltali í sex mánuði á
hverju háskólaári s.l. þrjú ár.
Iþróttafélag stúdenta
Frá íþróttafélagi stúdenta er það helst að
frétta, að formaður aðalstjómar, Halldór
Jónsson, viðskiptafræðingur, varð starfs síns
vegna að flytja fyrirvaralítið til Akureyrar
áður en honum hafði tekist að halda aðal-
fund til þess að skipa nýja stjó'm, og hefur
stjóm félagsins verið svo til óvirk í nokkum
tíma. Blakdeildir og körfuknattleiksdeildir
félagsins hafa hins vegar starfað áfram af
miklum krafti og haldið uppi æfingum og
tekið þátt í öllum mótum innanlands og
staðið sig með ágætum, þótt körfuknatt-
leikslið karla hafi orðið að sætta sig við að
falla úr úrvalsdeild niður í I. deild. En þar
sem samstaða og samhugur er mikill og
margt ungra og efnilegra leikmanna er í
liðinu, má búast við að þeir endurheimti
sæti sitt í úrvalsdeildinni fyrr en varir.
Keppnislið stúdenta í ofanskráðum
íþróttagreinum hafa einnig tekið þátt í
Norðurlandameistaramótum og staðið sig
vel, þótt ekki hafi þeir sigrað frá því í Dan-
mörku 1977, þegar stúdínumar urðu Norð-
urlandameistarar í körfuknattleik. Sem
dæmi um dugnað og áhuga íþróttafólks
okkar má geta þess, að það kostar að mestu
leyti sjálft þátttöku í mótum erlendis með
því að efna til hlutaveltna og kökubasara,
happdrætta, útgáfu auglýsingabæklinga,
fara í uppskipanir og landanir úr togurum
og með því að kaupa rækjur beint frá ver-
stöðvum og selja vinum og kunningjum.
Happdrætti H.Í., sem stúdentar aug-
lýsa á búningum sínum, hefur einnig
hlaupið undir bagga eftir því sem hægt hef-
ur verið.
Tveir bestu skíðamenn háskólans um
þessar mundir, Kristinn Sigurðsson, verk-
fræðinemi, og Bjami Þórðarson í viðskipta-
deild, tóku þátt í Heimsmeistaramóti stúd-
enta í vetraríþróttum í Jaca á Spáni 1981 og
kepptu í svigi og stórsvigi og stóðu sig með
sóma. Bjami varð 34.1 stórsvigi og Kristinn
46. í svigi af um það bil 100 keppendum frá
38 þjóðum. Hafa íslenskir stúdentar ekki
tekið þátt í vetrarleikjum stúdenta frá því
undirritaður keppti í Zakopane í Póllandi