Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 72
70
Árbók Háskóla íslands
Englandi. Þá má og geta þess, að forstöðu-
maður heimsótti Norsk leksikografisk insti-
tutt í Osló í júnímánuði ásamt Gunnlaugi
Ingólfssyni og Svavari Sigmundssyni, en
þeir sátu þá Fjórða alþjóðamálfræðinga-
þingið í Osló. Er engum vafa undirorpið, að
heimsóknir sem þessar eru mjög gagnlegar
fyrir OH.
Árið 1981 var fast starfslið hið sama og
árið áður að því undanskildu, að Mörður
Ámason var settur sérfræðingur í stað
Svavars Sigmundssonar frá 1. okt. 1981.
Gegndi Mörður því starfi allt þetta tímabil,
sem hér um ræðir, og raunar nokkru lengur.
Gunnlaugur Ingólfsson fékk launalaust
leyfi frá störfum frá l.jan. 1982 til ársloka til
þess að gegna sendikennarastörfum í ís-
lensku við Háskólann í Kiel í Þýskalandi.
Var Magnús Snædal cand. mag. settur sér-
fræðingur í stað hans frá 1. jan. til 30. júní,
en síðan Jón Hilmar Jónsson cand. mag.
það sem eftir var ársins. Þá fékk Guðrún
Kvaran launalaust leyfi frá 1. sept. 1982 til
30. júní 1983. Gegndi Margrét Jónsdóttir
cand. mag. störfum hennar þennan tíma, en
hún hafði áður unnið lausráðin við OH 1981
og 1982.
Á þessum tíma unnu ýmist tvær eða
þrjár konur í samningsbundnu hlutastarfi
við seðlaröðun. Þá vann töluvert af laus-
ráðnu fólki um lengri eða skemmri tíma við
orðtöku, uppskriftir úr bréfum útvarps-
hlustenda o.fl. Eins vann fólk úti í bæ við
seðlaskriftir úr bókum, sem merkt hafði
verið í til orðtöku, svo sem lengi hefur verið
venja.
Hinn 1. okt. 1982 tók ný stjóm við OH.
Hafði fyrri stjóm lengi stýrt Orðabókinni.
Halldór Halldórsson, fyrrv. prófessor, hafði
setið í henni frá 1960 og verið formaður frá
1964 eftir fráfall Alexanders Jóhannessonar
prófessors. Hreinn Benediktsson prófessor
kom í stjórnina 1964 og Jakob Benedikts-
son, fyrrv. orðabókarstjóri, árið 1969. Jón
Friðjónsson dósent var skipaður varamaður
í stjóm 1981. Þar sem enginn aðalmanna gaf
kost á sér til endurkjörs, skipaði háskólaráð
nýja menn í stað þeirra. Urðu fyrir valinu
Jón Friðjónsson dósent sem formaður,
Höskuldur Þráinsson prófessor og Stefán
Karlsson handritafræðingur. Varamaður
varð Svavar Sigmundsson lektor. Stjórnin
ræddi þegar á fyrsta fundi í október nokkra
minnispunkta um OH, sem formaður lagði
fram. Voru samþykktar nokkrar tillögur í
framhaldi af þessum umræðum. Þar sem
mest af því kom til framkvæmda árið 1983,
fer best á að skýra frá þeim í næstu árbók
Háskóla íslands.
Seðlasafn OH jókst í svipuðum mæli og
áður. Samkv. ársskýrslum var aukningin
þessi: 1980 um 74.700 orðaseðlar, 1981 um
71.000 og 1982 um 101.700 eða samtals
um 246.400 orðaseðlar.
Á þessu árabili hélt Kristján Ólason
áfram að ljósmynda orðasafn OH, en það
verk hófst að frumkvæði Halldórs Hall-
dórssonar árið 1979. Er þetta hið mesta
nauðsynjaverk, þar sem seðlasafn OH hefur
fram að þessu aðeins verið í einriti. í lok
ársins 1982 hafði aðalsafnið verið ljós-
myndað út í bókstafinn s, en auk þess tal-
málssafnið og ýmislegt fleira. Sérfræðingar
hafa svo farið yfir filmumar og borið saman
við seðlana sjálfa. Hér er um verðmætan
varasjóð að ræða, og hefur honum að sjálf-
sögðu verið komið í örugga geymslu utan
híbýla OH.
Árið 1980 voru í samráði við þáverandi
orðabókarstjóm gerðar verulegar umbætur
á vinnuaðstöðu í húsakynnum OH. Var
þetta orðið mjög brýnt, þar sem starfsfólk
var orðið svo margt, einkum að sumarlagi,
að erfitt var að skipa því niður, svo að það
hefði gott næði við störf sín. Eins var mikil
bót að þessu fyrir gesti Orðabókarinnar,
sem vildu nota safnið.
{ ársbytjun 1980 var tekin í notkun gesta-
bók. Samkv. henni komu 176 gestir í heim-
sókn á því ári og flestir til að notfæra sér
seðlasafn Orðabókarinnar. Árið 1981 urðu
gestir 135 og 1982 skrifuðu 260 gestir nöfn