Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 33
Læknadeild og fræðasvið hennar
31
hafa og verið krufnir. Auk þessara reglulegu
funda taka læknar stofnunarinnar þátt í
ýmsum fræðslufundum með læknum ríkis-
spítalanna og læknum annarra spítala.
Vikulega eru haldnir fundir varðandi
meinarannsóknir fyrir Kvensjúkdómadeild
Landspítalans.
L2. Kennsla.
Læknar Rannsóknastofu háskólans ann-
ast kennslu í líffærameinafræði og frumu-
líffræði við læknadeild háskólans. Einnig
annast þeir kennslu í líffærameinafræði í
tannlæknadeild, námsbrautum í hjúkrun og
sjúkraþjálfun innan læknadeildar, við
Hjúkrunarskóla íslands og við Meina-
tæknaskóla íslands. Ennfremur eru að
staðaldri aðstoðarlæknar við stofnunina,
sem ýmist eru að taka þar hluta af kandí-
datsári eða eru í framhaldsnámi í líffæra-
meinafræði.
L3. Vísindalegar rannsóknir.
Vísindaleg rannsóknaverkefni í líffæra-
meinafræðideild voru þessi:
I.3.I. Flokkun æxla.
I samráði við Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunina í Genf tekur Rannsóknastofa
háskólans að sér það verkefni að flokka öll
æxli, sem komið hafa til vefjarannsókna á
árunum 1955—1974. Niðurstöður koma_til
með að hafa mikla þýðingu fyrir faralds-
fræði æxla, jafnt hérlendis sem erlendis.
Verkefni hliðstætt þessu hefur hvergi verið
unnið áður og er ekki á döfinni nema hér og
er því sérstakur áhugi fyrir því hjá Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni. Þegar hafa
komið á prent sex ritgerðir um þetta efni og
eru nokkrar aðrar í vinnslu.
L3.2. Rannsókn á magakrabbameini.
Þessi rannsókn er samvinnuverkefni
milli Bjarka Magnússonar dósents á Rann-
sóknastofu háskólans, Gauta Arnþórssonar
dósents í handlæknisfræði á Akureyri, Val-
garðs Egilssonar læknis við Rannsóknastofu
háskólans, Jóhanns Lárusar Jónassonar yf-
|rlæknis á Landakotsspítala og Hrafns Tul-
mius prófessors hjá Krabbameinsfélagi ís-
lands. Gera á magaspeglun og taka sýni úr
magaslímhúð hjá fólki sem hefur gengist
undir magaresection. Reynslan hefur sýnt,
að þessu fólki er hættara við að fá maga-
krabbamein en þeim, sem hafa ekki gengið
undir slíka aðgerð.
1.3.3. Rannsókn á hjartavöðva.
S.l. 10 ár hefur verið samvinna á milli
Raunvísindastofnunar háskólans (prófess-
ors Sigmundar Guðbjamasonar) og Rann-
sóknastofu háskólans (prófessors Jónasar
Hallgrímssonar) um rannsóknir á hjarta-
vöðva í tilraunadýrum og mönnum. Dýra-
tilraunir hafa byggst á því, að hægt er að
hafa áhrif á fituefnasamsetningu hjarta-
vöðva með mataræði og lyfjagjöfum.
Rannsóknir á hjartavöðva í mönnum hafa
verið gerðar á efniviði úr krufningum á
fólki, sem látist hefur skyndilega af slysum
eða úr hjartasjúkdómum, aðallega krans-
æðasjúkdómi. Með samanburði á niður-
stöðum rannsókna úr hjörtum dýra og
manna er reynt að nálgast skýringar á ýms-
um fyrirbærum varðandi hjartasjúkdóma í
mönnum, einkum kransæðasjúkdóm.
Rannsókn þessi er í fullum gangi og er
nokkur samvinna núna orðin við hjarta-
lækna Borgarspítalans. Þegar hafa verið
birtar margar ritgerðir um þessar rann-
sóknir. Rannsóknirnar eru mjög seinlegar
og hefur skortur á þjálfuðu starfsliði aðal-
lega valdið því.
1.3.4. Tilraunastarfsemi í frumulíffræði.
Aðalverkefni er rannsóknir á orkubúskap
fruma. Er það framhald af rannsóknum
Valgarðs Egilssonar við University College í
London 1973—1979. Rannsóknunum er
ætlað að varpa ljósi á samband gerjunar og
öndunar í krabbameinsfrumum og tengsl
þessa við frumuskiptingar. (Aðalauðkenni
krabbameinsfruma er hin öra gerjun, oft er
öndun lítil og frumuskiptingar tíðar.)
Við könnun á þessum fyrirbærum eru
notaðar mannafrumur og ýmsar spendýra-
frumur; sumt má kanna á lágfrumum áður,
t.d. þau fyrirbæri sem sameiginleg eru öllum