Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 89
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
87
Verkefni
Hér á eftir verður sagt stuttlega frá helstu
verkefnum á tímabilinu frá hausti 1979 til
ársloka 1982.
Gjóskulaga- og jarðeldarannsóknir
Sumarið 1980 lauk útivinnu við rann-
sóknir á bæja- og seljarústum í Hrafnkelsdal
og á Jökuldalsheiði, sem unnið hafði verið
að áður í tvö sumur í samvinnu við dr. Stef-
án Aðalsteinsson og dr. Sveinbjörn Rafns-
son. Var gjóskutímatali beitt til að ákvarða
aldur rústanna.
Sama sumar var unnið nokkuð með að-
stoð sjálfboðaliða að könnun á fornu
mannvirki í Landbroti, Bjarnagarði, um 5
km löngum torfgarði. Könnun lauk sum-
arið 1981, og ritgerð um garðinn birtist í
Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1981
(sbr. ritskrá).
Nokkrar fornar rústir í Þingeyjarsýslum
voru kannaðar sumarið 1981 og bætt um
könnun á útbreiðslu gjóskulags frá 15. öld,
sem er mesta basíska gjóskulag sem fallið
hefur á íslandi á sögulegum tíma.
Unnið var, aðallega í samvinnu við Nor-
rænu eldfjallastöðina, að könnun á Heklu-
gosinu í ágúst 1980 og framhaldi þess í apríl
'981. Einnig var fylgst með eldvirkninni á
Kröflusvæðinu, aðallega með myndatöku
ár lofti og á jörðu.
Nokkuð var unnið að könnun á áhrifum
Skaftárelda erlendis.
Bergfræði
'• Efnagreiningastofa.
Jarðfræðastofa og Norræna eldfjalla-
sjöðin reka í sameiningu efnagreiningastofu
hl greiningar á bergi, vatni og lofttegund-
um. Unnið er að verkefnum í bergefna-
fræði, steindafræði og jarðefnafræði, og
komu út nokkrar ritgerðir um þessi efni á
tímabilinu.
2- Bergfræðitilraunir.
a) Lágþrýstitilraunir. Starfrækt er til-
raunastofa í bergfræði, þar sem rannsökuð
eru ýmis ferli silikatkerfa: Storknun,
bráðnun og oxun við lágan þrýstíng. Meðal
verkefna eru bræðslutilraunir á hinum
ýmsu tegundum storkubergs, sem miða að
auknum skilningi á uppruna og skyldleika
bergtegundanna; rannsóknir á jafnvægi
milli hraunkviku og steintegunda þeirra
sem úr henni kristallast; rannsóknir á
tengslum innri gerðar bergs og kólnunar
kvikunnar sem það myndaðist úr; rann-
sóknir á glerinnlyksum í kristöllum. Ýmsar
greinar og skýrslur hafa birst um niðurstöð-
ur rannsókna þessara.
b) Háþrýstitilraunir. Lokið var smíði há-
þrýstiofns á tímabilinu og tilraunir hafnar
með hann. Ofn þessi getur spannað bilið
milli 3 og 50 kb og 25 og 2200°C. Að auki
varði Sigurður Steinþórsson rannsóknaleyfi
sínu frá ágúst 1979 til sept. 1980 við slíkar
rannsóknir við Háskólann í Munchen.
3. Útstreymi frá eldstöðvum. Þrjár sjálf-
virkar mælistöðvar voru starfræktar á tíma-
bilinu til að fylgjast með útstreymi loftteg-
unda úr jörðinni, tvær við Kröflu og hin
þriðja á Flúðum, þar sem R.H. rekur jafn-
framt sjálfvirka radon-mælistöð. Þessi
starfsemi beinist að hluta til að þróun
tækjabúnaðar, en í sambandi við stöðvarnar
voru hannaðar og smíðaðar vindrafstöðvar
og nýir gasnemar.
Langtímamarkmið starfseminnar er að
auka skilning á og segja fyrir um náttúru-
hamfarir - eldgos og jarðskjálfta.
Jarðefnafræði jarðhita
Unnið var áfram að gerð tölvuforrits, sem
nota má til þess að reíkna út leysanleika
ýmissa jarðhitasteinda, svo og styrk efna-
sambanda sem eru uppleyst í jarðhitavatni.
Forritið kemur einkum að gagni við athug-
un á efnajafnvægi í jarðhitakerfum og
reikninga á efnainnihaldi vatns á háhita-
svæðum. Þessu verki lauk á miðju ári 1981.
Einnig lauk rannsókn á efnajafnvægi
milli lausnar- og ummyndunarsteinda í