Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1982, Blaðsíða 67
Heimspekideild og fræðasvið hennar
65
Harald Jorgensen, danskur sagnfræðingur
og skjalavörður: A.D. Jorgensens beremte
vœrk: 40 fortœllinger af fœdrelandels his-
torie (18. maí 1982).
Kai Nielsen, prófessor í heimspeki við há-
skólann í Calgary: A Concept of Ideology
(16. maí 1982).
William Leon McBride, prófessor í heim-
speki við Purdue-háskóla í Indiana-fylki í
Bandaríkjunum: um rit Sartres um Flau-
bert: L’idiot de la famille, fyrirlestur á
ensku (12. júní 1982).
Joan Maling, prófessor í almennum málvís-
indum í Brandeis University í Bandaríkj-
unum: Reflexives in Modern Icelandic
(14. júní 1982).
Tino Airaksinen, prófessor í heimspeki við
háskólann í Turku í Finnlandi: Ethics of
Social Power (2. sept. 1982).
David Lewis, prófessor í heimspeki við
Princetonháskóla í Bandaríkjunum:
Knowing What It’s Like (8. sept. 1982).
Þá gekkst heimspekideild fyrir röð opin-
berra fyrirlestra sem deildarmenn héldu
sjálfir á vormisseri 1981. Þar voru þessir
fyrirlestrar fluttir:
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki: Hug-
leiðingar um heimspeki og frásagnir (7.
mars).
Jón Gunnarsson, lektor í almennum mál-
vísindum: Hugleiðingar um morfemgerð í
indó-evrópsku (21. mars).
Vésteinn Ólason, dósent í íslensku: Islend-
ingaþœttir (4. apríl).
Heimir Áskelsson, dósent í ensku: Um
ensk-íslenska orðabók (25. apríl).
Málþing
Málþing eða málstofa heimspekideildar
var fyrst háð á vormisseri 1979, og hefur það
verið árvisst á dagskrá deildarinnar síðan.
Fundir hafa jafnan verið haldnir síðdegis,
kl. 17—19, oftast vikulega um miðbik vor-
misseris. Þeir hafa ekki verið auglýstir utan
háskólans og aðallega sóttir af kennurum og
stúdentum deildarinnar.
Fyrsta málþingið fjallaði um forsendur og
aðferðir húmanískra frœða og hélt fundi á
hverjum þriðjudegi frá 6. febrúar til 3. apríl
1979. Framsögumenn voru allir úr hópi
kennara við deildina, fastráðinna og
stundakennara. Árið 1980 var viðfangsefnið
íslensk málrœkt, og voru haldnir níu fundir í
febrúar—apríl með framsögumönnum inn-
an og utan deildar. Næsta ár, 1981, var við-
fangsefni málþingsins kallað Saga og sam-
tími og fjallaði um söguskoðun íslendinga á
19. og 20. öld. Á dagskránni voru sjö fundir
og framsögumenn flestir úr hópi kennara
heimspekideildar. Loks var málþingið á
vormisseri 1982 haldið á vegum þróunar-
nefndar deildarinnar sem þá var við störf, og
var fjallað um viðfangsefni nefndarinnar.
Haldnir voru fimm fundir, á hverjum mið-
vikudegi marsmánaðar. Framsögumenn
voru bæði úr liði kennara og stúdenta
deildarinnar, einn eða tveir á hverjum
fundi, og var það í fyrsta sinn sem stúdentar
voru framsögumenn á málþingum.
Þróunarnefnd
Á fundi deildarráðs 23. maí 1980 lagði
Vésteinn Ólason dósent fram tillögu um að
ráðið kysi nefnd „til að gera tillögur um
þróun deildarinnar á næstu árum“. Þessi
tillaga var þó ekki samþykkt fyrr en 27.
febrúar 1981, og kaus ráðið þá fjóra fulltrúa
kennara í nefndina, Pál Skúlason prófessor,
Véstein Ólason, Sigurð Pétursson lektor og
Sveinbjöm Rafnsson prófessor. Félag
stúdenta í heimspekideild tilnefndi síðar tvo
fulltrúa, Eirík Rögnvaldsson og Braga
Guðmundsson. Við nefnd þessa festist brátt
nafnið þróunamefnd. Páli Skúlasyni var
falið að kalla hana saman og hafði hann
með höndum formennsku hennar meðan
hún starfaði.
Þróunarnefnd lagði fram gögn til um-
ræðu á deildarfundi 27. nóv. 1981 og skipu-
lagði málþing deildarinnar á vórmisseri