Hugur - 01.01.2002, Page 31
Hugur, 12-13. ár, 2000-2001
s. 29-37
G.E.M. Anscombe
Asetningur
Hvað greinir athafnir sem framdar eru af ásetningi frá öðrum athöfn-
um? Beinast liggur við að þær séu þær athafnir sem ákveðinn skilning-
ur á spurningunni „Hvers vegna?“ á við, það er sá skilningur þar sem já-
kvætt svar gefur ástæðu til athafnar1. En við komumst varla langt með
þessu móti því að spurningarnar „Hver er þessi skilningur spurningar-
innar ‘Hvers vegna?’“ og „Hvað er átt við með ‘ástæða til athafnar’?“ eru
ein og hin sama.
Til að koma auga á vandann má líta á spurninguna „Hvers vegna ýtt-
irðu bollanum af borðinu?“ þegar henni er svarað með „Mér fannst ég sjá
andlit á glugganum og hrökk við.“ Nú getum við ekki sagt að alltaf sé
um að ræða orsök fremur en ástæðu þegar minnst er á eitthvað í svar-
inu sem kemur á undan athöfninni. Ef spurt er „Hvers vegna drapstu
hann?“ hlýtur svarið „hann drap föður minn“ að vera ástæða fremur en
bein orsök en í svarinu er þarna vísað í atburð sem á sér stað á undan
athöfninni sem framin er. Satt er að við höfum yfirleitt ekki atburð eins
og það að hrökkva við í huga þegar við tölum um ástæðu til athafnar. „Að
hrökkva við,“ gæti einhver sagt, „er ekki athöfn í þeim skilningi sem gef-
inn er til kynna þegar talað er um „ástæðu til athafnar.“ Þegar við segj-
um til dæmis „Hver var ástæða þess að þú hrökkst svona við?“ er það
ólíkt því þegar við segjum „Af hvaða ástæðu útilokaðir þú þennan aðila
úr erfðaskránni þinni?“ eða „Af hvaða ástæðu pantaðir þú leigubíl?“ En
hver er munurinn? Hvers vegna er það að hrökkva við eða að reka upp
undrunaróp ekki „athöfn“ meðan það að panta leigubíl eða að fara yfir
götu er það? Svarið getur ekki verið: „Því að svar við spurningunni ‘hvers
vegna?’ getur sagt frá ástæðu í síðarnefndu tilvikunum“, þar sem svarið
getur „sagt frá ástæðu“ í fyrrnefndu tilvikunum líka. Við getum heldur
okki sagt: „Já, en ekki ástæðu til athafnar“, því að þá værum við komin
í hring. Við þurfum að finna muninn á þessum tveimur gerðum „ástæðu“
1 Astæða til athafnar er hér þýðing á reason for action.
29