Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 35

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 35
Ásetningur Hugur svínið." En þótt orðalag gefi þarna til kynna ákveðin markmið er það kannski fremur lýsing á andlegu ástandi gerandans en á markmiði drápsins sem er framtíðarástand sem framkallað er með drápinu. Þetta sýnir okkur að hluta til greinarmuninn á almenna skilningnum á hvöt og ásetningi. Rétt væri að segja að almennt hafi „hvöt til athafnar" víð- ari og íjölbreyttari notkun en „ásetningur með athöfn“. Þegar maður segir hver hvöt hans hafi verið, og notar þá hversdagsleg- an skilning orðsins en jafnframt þann sem leggur ekki að jöfnu „hvöt“ og „ásetning“, er hann ekki að segja frá „andlegri orsök“ í mínum skilningi. Staðreyndir um andlega orsök geta þó gert fullyrðingu hans um hvötina skiljanlegri. Og þótt hann segi frá hvöt sinni af hreinskilni og án þess að ljúga, það er án þess að segja það sem hann veit eða jafnvel bara grunar að sé ósatt, getur skoðun á ýmsum hlutum, þar með talið andlegum or- sökum, leitt til þess að bæði hann og annað fólk dragi þá ályktun að yf- irlýsing hans um hvöt sína hafi verið ósönn. Mér sýnist þó andleg orsök sjaldnast vega þungt meðal þess sem huga þarf að. Hvað varðar mikil- vægi þess að huga að hvötum til athafna, gagnstætt því að huga að ásetningnum, er ég mjög fegin að ég skuli hvorki skrifa siðfræði né bók- menntagagnrýni þar sem slíkar hugleiðingar eiga heima. Hvatir geta varpað ljósi á athafnir en það þýðir ekki að þær ákvarði at- hafnir í þeim skilningi að þær valdi þeim. Við getum sagt eitthvað á borð við: „Sannleiksást hans olli því að ..." og slíkur talsmáti á eflaust þátt í að við lítum svo á að hvöt sé það sem framleiðir eða framkallar val. En þetta þýðir öllu heldur: „Hann gerði þetta af sannleiksást“ og það túlkar athöfn hans. Ef litið er til þess ruglings sem hlýst af af því að gera skarpan greinar- mun á hvötum og ásetningi og að skilgreina hvatir sem það sem ákvarð- ar val kann að vera freistandi að hafna bæði því að til sé andleg orsök- un og að „hvöt“ þýði eitthvað annað en „ásetningur.“ Þessi freisting er þó á misskilningi byggð. Ruglingur á sér stað ef við hugum ekki að því að: 1) Fyrirbæri sem eru réttnefnd andleg orsökun eru til þar sem ætlast má til að fá þá tilteknu gerð svars sem um var rætt hér að ofan við spurn- ingunni „hvers vegna?“ 2) Andleg orsökun er ekki bundin við val eða at- höfn sem framkvæmd er af vilja eða ásetningi heldur á hún við í víðara samhengi. Hún á við hið víðara svið hluta sem gerandinn þekkir á ann- an hátt en sem áhorfandi og getur því átt við um athafnir sem eru óvilj- andi. 3) Hvatir eru ekki andlegar orsakir. 4) Hægt er að nota „hvöt“ um annað en „ásetning með athöfn.“ Hefnd og þakklæti eru dæmi um hvatir. Ef ég drep mann í hefndar- skyni get ég sagt að tilgangurinn sé að ná fram hefndum eða að hefnd sé markmið mitt en hefnd er þó ekki einhver annar hlutur sem fenginn er 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.