Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 72
Hugur
Stefán Snævarr
komulag er um túlkun texta. Væru túlkanir hlutlægar myndu sennilega
vera sammæli um þær, því bendi ósættir um túlkanir til þess að efasinn-
ar hafi á réttu að standa. Bandaríski listspekingurinn Richard Shus-
terman á ágætt svar við þessum staðhæfingum. Hann segir að menn at-
hugi ekki að túlkendur hafi oft mismunandi en ósambærileg markmið.
Einn vill skilja hvatir tiltekins höfundar, annar kveðast á við skáldið,
túlka með skáldlegum hætti til að hjálpa öðrum að njóta verksins sem
best o.s.frv. Við hneigjumst til að bera saman túlkanir þar sem túlkend-
ur hafa haft gagnólík markmið og svo drögum við þá ályktun að heimur
túlkana sé einn allsherjar Babelsturn. A ytra borði virðist staðhæfing-
arnar ,flávamál eru ekki samhangandi“ og ,flávamál eru samhang-
andi“ stangast á en þurfa ekki gera það. Annar túlkandinn kann að
beina sjónum sínum að hugmyndafræði verksins og segja kvæðið sam-
fellda vörn fyrir meðalmennsku, hinn hyggur að formlegum eigindum
verksins. Sé litið á þær eigindir er erfitt að sjá samhengi í verkinu (Shus-
terman notar önnur dæmi). Túlkun hefur ekki eina rökgerð heldur
margar, túlkendur leika ýmsa málleiki, túlkunin hefur margar sálir.
Tala má um þrjá meginflokka túlkana, segir Shusterman. í fyrsta lagi
geta þær verið lýsandi (e. descriptive), í öðru lagi boðandi (e. prescriptive)
og í þriðja lagi uppfærslutúlkanir (e. performative interpretations). Shus-
terman telur að hughrifatúlkanir séu lýsandi, þær hafa sanngildi því
annað hvort er túlkandi einlægur eður ei. Svo þarf ekki mikið hugarflug
til að sjá að „bíógrafísk“ túlkun getur haft sanngildi, staðhæfingar okk-
ar um hvatir höfundar ættu að geta verið prófanlegar.
Boðandi túlkanir geta haft að markmiði að benda lesandanum á frjóar
aðferðir við að skoða verkið, skoðunarhætti sem t.d. gefur meiri estetíska
nautn en aðrar.33 Nefna má að bandaríski raunspekingurinn C.L. Ste-
venson var þeirrar skoðunar allar túlkanir væru í djúpgerð sinni boð-
andi og hefðu því ekkert sanngildi.34 Ekki er tóm til að kafa í kenning-
ar hans, lítum heldur á uppfærslutúlkanir. Þær eru eins og uppfærsla á
leikriti eða það að leika tónverk með ákveðnum hætti („túlka“ verkið),
samanber orðasambandið „uppfærslutúlkun“. Helsti fulltrúi þessa við-
horfs var heimspekingurinn Margaret MacDonald.35 Hafi hún á réttu að
33 Slík túlkun getur verið það sem ég kallaði „hreinestetísk túlkun“ í upphafi máls
míns.
34 C.L.Stevenson: „Interpretation and Evaluation in Aesthetics". Max Black
(ritstj.): Philosophical Analysis (Ithaca: Cornell University Press, 1980).
35 MacDonald: „Some Distinctive Features of Arguments used in Criticism“, W. El-
ton (ritstj.): Aesthetics and Language (Oxford: Blackwell, 1954). Ég fæ ekki bet-
ur séð en að túlkunarfræðingurinn frægi, Hans-Georg Gadamer, sé á sama róli.
Gadamer: Wahrheit und Methode (Tubingen: J.C.B. Mohr, 1990).
70