Hugur - 01.01.2002, Síða 80

Hugur - 01.01.2002, Síða 80
Hugur Atli Harðarson bæru lífi [séu] trú og listir vænlegri til árangurs en siðfræðileg rökræða“ (bls. 145) og spyr „Skyldi nokkur siðfræði eiga lyf við þeirri vanlíðan, skömm og reiði sem er undirrót flestra illra verka“ (bls. 168). Seinni spurningin sem ég tek til umfjöllunar er: A siðfræðikennsla í skólum að innihalda einhvern siðferðilegan boðskap, leggja mönnum einhverjar lífsreglur eða temja þeim eitthvert gildismat? Sigríður Þorgeirsdóttir setur fram kröfu um að siðfræðikennsla í skól- um sé hlutlaus, markmið hennar sé ekki að „innræta nemendum tiltek- in, fyrirfram gefin lífsgildi“ (bls. 80). Hún segir: „Siðfræðikennsla í skól- um er bundin hlutleysiskröfu hins lýðræðislega samfélags, sem einkenn- ist af fjölhyggju lífsskoðana og lífsafstöðu“ (bls. 85). Vilhjálmur Árnason tekur í svipaðan streng með greinarmun sínum á leikreglum og lífsgild- um og áherslu á að siðfræðin snúist fyrst og fremst um leikreglur sem tryggja að menn geti lifað saman í friði þrátt fyrir ósamkomulag um lífs- gildi. Skólastarf og siðferðilegt uppeldi Aðalhlutverk grunn- og framhaldsskóla er að veita skipulega fræðslu en þessu hlutverki geta þeir tæplega sinnt nema þeir innræti nemendum jafnframt siðferðilega kosti eins og stundvísi, iðjusemi og heiðarleika. Ef nemandi mætir of seint, trassar heimanámið eða stelur verkefnum ann- arra nemenda í stað þess að vinna sjálfur það sem fyrir hann er lagt hlýtur skóli að beita einhvers konar þrýstingi til að temja honum betri siði. Skólar komast heldur ekki hjá því að vinna skipulega gegn skemmdarverkum, einelti og andfélagslegri hegðun af ýmsu tagi og yfir- leitt er hluti af þessu starfi í því fólginn að ræða við nemendur um sið- ferðileg efni og fá þá til að tileinka sér sanngirni og virðingu fyrir skóla- félögum og starfsfólki. Af þessu leiðir að jafnvel þótt skólar settu sér eng- in önnur markmið en þau að kenna nemendum námsgreinar á borð við lestur, skrift, reikning, landafræði og leikfimi þá þyrftu þeir samt að láta sig varða um siðferði þeirra og reyna að bæta það. Sé bætt við námsgreinum eins og trúarbragðafræðum, lífsleikni og heilsufræði fer tæpast hjá því að hluti námsefnisins hafi eitthvert sið- ferðilegt innihald. Það má að vísu deila um hvort námsefnið þurfi bein- línis að innihalda siðferðilegan boðskap. Heilsufræðikennari getur fjall- að um áhrif eiturlyfja á heilsu fólks án þess að segja orð um að rangt sé að neyta þeirra, hann getur líka sagt frá því hvernig kynsjúkdómar breiðast út án þess að leggja nemendum neinar lífsreglur. Hér hlýtur þó 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.