Hugur - 01.01.2002, Page 87
Siðfræði í skólurn
Hugur
undangenginni yfirvegun hljóta að viðurkenna. Því ber ekki að leggja
reglur sem hvíla á algildum siðferðisviðmiðum að jöfnu við lífsgildi sem
eiga sér rætur í fastmótuðum hugmyndum um hið góða líf. Lífsgildi
hljóta ævinlega að vera menningar- og sögulega afstæð, aðstæðu- og ein-
staklingsbundin“ (bls. 80).
Það sem ég hef við málflutning Vilhjálms og Sigríðar að athuga er
einkum að þau gera ráð fyrir að leikreglur séu algildar í þeim skilningi
að menn geti komist að samkomulagi um þær nánast óháð því hvaða lífs-
gildi þeir aðhyllast1 en lífsgildin séu hins vegar afstæð með svo afger-
andi hætti að þau verði hvorki hrakin né staðfest með rökum af því tagi
sem allir skynsamir menn hljóta að taka mark á. Þetta eru einfaldlega
ýkjur. Það er ósamkomulag um leikreglur alveg eins og um lífsgildi og
rökræður eru ekkert síður til þess fallnar að jafna ágreining um lífsgildi
heldur en að ná samkomulagi um leikreglur. Málið er ekki svo einfalt að
við höfum annars vegar „hlutlausar“ algildar leikreglur sem allir skyn-
samir menn hljóta að samþykkja og hins vegar gildismat sem er ein-
hvers staðar langt austan við alla skynsemi.
Greinarmunurinn á leikreglum og lífsgildum mótaðist upp úr siða-
skiptunum og trúarbragðastyrjöldunum á 17. öld þegar Vestur-Evrópu-
menn uppgötvuðu að þeir yrðu að hafa ein lög þótt þeir gætu ekki haft
einn sið. Við þessar sögulegu aðstæður fundu Hollendingar, Englending-
ar, nýlendubúar í Norður-Ameríku og fleiri þjóðir leiðir til að koma sér
saman umað vera ósammála innan vissra marka. Þetta samkomulag
tókst vegna þess að í þessum löndum var orðinn til vísir að réttarríki
sem virti formleg réttindi og einstaklingshyggja og markaðsbúskapur
höfðu náð töluverðri fótfestu. Mikilvægasti hluti þessa samkomulags
byggði á hugmyndum um náttúrurétt og mannréttindi sem lærdóms-
menn þekktu af ritum eftir Tómas frá Akvínó og fylgismenn hans.
Samkomulag um að virða mannréttindi tók að mótast fyrir 300 til 400
árum og það er enn að breiðast út. Þetta er ekki vegna þess að mannrétt-
indi hafi verið studd rökum sem allir skynsamir menn hljóta að fallast
á. Rökin fyrir þeim eru enn í smíðum. Nei, ástæðan er frekar sú að sam-
félög sem virða mannréttindi hafa auðgast og orðið sigursæl bæði í hern-
aði og viðskiptum og stjórnarfar þeirra og menning hefur breiðst út um
nýlendur og landnemabyggðir.
Leikreglurnar sem við virðum og tryggja að við getum búið saman í
friði þrátt fyrir nokkuð ólíkt gildismat byggja á mannréttindum, virð-
ingu fyrir einstaklingnum, hugmyndum um réttarríki og jafnrétti allra
1 Sjá t.d. það sem Vilhjálmur segir á bls. 146: „í öðru lagi er það prófsteinn á leik-
reglur að þær myndu öðlast samþykki allra sem þátt tækju í óþvingaðri rökræðu
um þær. Slíkt samþykki myndi aldrei nást um lífsgildi ...“
85