Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 87

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 87
Siðfræði í skólurn Hugur undangenginni yfirvegun hljóta að viðurkenna. Því ber ekki að leggja reglur sem hvíla á algildum siðferðisviðmiðum að jöfnu við lífsgildi sem eiga sér rætur í fastmótuðum hugmyndum um hið góða líf. Lífsgildi hljóta ævinlega að vera menningar- og sögulega afstæð, aðstæðu- og ein- staklingsbundin“ (bls. 80). Það sem ég hef við málflutning Vilhjálms og Sigríðar að athuga er einkum að þau gera ráð fyrir að leikreglur séu algildar í þeim skilningi að menn geti komist að samkomulagi um þær nánast óháð því hvaða lífs- gildi þeir aðhyllast1 en lífsgildin séu hins vegar afstæð með svo afger- andi hætti að þau verði hvorki hrakin né staðfest með rökum af því tagi sem allir skynsamir menn hljóta að taka mark á. Þetta eru einfaldlega ýkjur. Það er ósamkomulag um leikreglur alveg eins og um lífsgildi og rökræður eru ekkert síður til þess fallnar að jafna ágreining um lífsgildi heldur en að ná samkomulagi um leikreglur. Málið er ekki svo einfalt að við höfum annars vegar „hlutlausar“ algildar leikreglur sem allir skyn- samir menn hljóta að samþykkja og hins vegar gildismat sem er ein- hvers staðar langt austan við alla skynsemi. Greinarmunurinn á leikreglum og lífsgildum mótaðist upp úr siða- skiptunum og trúarbragðastyrjöldunum á 17. öld þegar Vestur-Evrópu- menn uppgötvuðu að þeir yrðu að hafa ein lög þótt þeir gætu ekki haft einn sið. Við þessar sögulegu aðstæður fundu Hollendingar, Englending- ar, nýlendubúar í Norður-Ameríku og fleiri þjóðir leiðir til að koma sér saman umað vera ósammála innan vissra marka. Þetta samkomulag tókst vegna þess að í þessum löndum var orðinn til vísir að réttarríki sem virti formleg réttindi og einstaklingshyggja og markaðsbúskapur höfðu náð töluverðri fótfestu. Mikilvægasti hluti þessa samkomulags byggði á hugmyndum um náttúrurétt og mannréttindi sem lærdóms- menn þekktu af ritum eftir Tómas frá Akvínó og fylgismenn hans. Samkomulag um að virða mannréttindi tók að mótast fyrir 300 til 400 árum og það er enn að breiðast út. Þetta er ekki vegna þess að mannrétt- indi hafi verið studd rökum sem allir skynsamir menn hljóta að fallast á. Rökin fyrir þeim eru enn í smíðum. Nei, ástæðan er frekar sú að sam- félög sem virða mannréttindi hafa auðgast og orðið sigursæl bæði í hern- aði og viðskiptum og stjórnarfar þeirra og menning hefur breiðst út um nýlendur og landnemabyggðir. Leikreglurnar sem við virðum og tryggja að við getum búið saman í friði þrátt fyrir nokkuð ólíkt gildismat byggja á mannréttindum, virð- ingu fyrir einstaklingnum, hugmyndum um réttarríki og jafnrétti allra 1 Sjá t.d. það sem Vilhjálmur segir á bls. 146: „í öðru lagi er það prófsteinn á leik- reglur að þær myndu öðlast samþykki allra sem þátt tækju í óþvingaðri rökræðu um þær. Slíkt samþykki myndi aldrei nást um lífsgildi ...“ 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.