Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 97

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 97
Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar Hugur búa til skilgreiningar. Þetta gerir siðfræðingana að þátttakendum í ýmsum flækjum og áætlunum sem varða stjórn og uppbyggingu samfé- lagsins. Undir slíkum kringumstæðum hljóta siðfræðingar að þurfa að stilla sig um að reka málstað einna verðmæta frekar en annarra. En allt önnur lögmál hljóta að gilda þegar við horfum til gagnrýnishlutverks siðfræðinnar. Siðfræðingar eiga að benda á veilur, gloppur og margvís- legt siðleysi sem fram kemur í samlífi manna, meðferð valds, ákvörðun- um hins opinbera. Þeir eiga að gagnrýna stofnanir og þeir eiga að sjá í gegnum orðagjálfur og uppskafningshátt. Mér finnst erfitt að sjá hvernig siðfræðin getur í senn haldið þessu gagnrýna hlutverki sínu og líka takmarkað sig við að skýra skilyrði sanngjarnra leikreglna. Hlýtur ekki sjálfsyfirvegun samfélags, samfé- lags sem vill halda upp sjálfsgagnrýni, að beinast að gildismati þess rétt eins og að leikreglunum? Ég held að það skipti líka máli að umræða um leikreglur snýst oft í raun um lífsgildi, til dæmis um þá spurningu hvaða verðmæti séu eftirsóknarverð fyrir samfélagsheildina. Hver eru þau gæði sem samfélaginu ber að sækjast eftir, hver eru hin raunverulegu gæði? Hlýtur ekki samfélagsumræðan alltaf að snúast um slíka hluti? Svo nefnd séu dæmi úr íslenskum veruleika - við erum sífellt að fást við spurningar á borð við: Eru samfélagsleg verðmæti fólgin í því að fóst búseta sé sem víðast um landið? Ef svo er, getum við samt fórnað þess- um verðmætum fyrir önnur verðmæti, til dæmis peninga? Getum við borið saman gjörólík gæði eins og til dæmis íjárhagslegan ávinning og óspillta náttúru? Öll samfélög, stofnanir og fyrirtæki manna standa frammi fyrir ákvörðunum þar sem verðmæti rekast á. Ég er illa svikinn ef það er ekki verkefni siðfræðinnar að glíma við spurningar sem verða til vegna slíkra árekstra. Gagnrýnisleysi siðfræðinnar er því miður dapurleg staðreynd víða í vestrænum samfélögum. Heimspekingar, siðfræðingar og aðrir láta oft stjórnmálamenn, stundum blaðamenn eða sérhæfða baráttumenn af ýmsu tagi um alla raunverulega þjóðfélagsrýni. Sjálfir stilla þeir sér upp sem einskonar sérfræðingar, kennarar eða ráðgjafar. Þetta er auðvitað ekki algilt en algengt og hér á landi virðist mér þróunin vera sú að heim- spekingar hverfi inn í hlutverk ráðgjafans. Þetta er að mínu mati óheillaþróun því að þó að vel meinandi og vandvirkir ráðgjafar séu gíf- urlega mikilvægir þá er hvöss og óvægin heimspekileg gagnrýni ómiss- andi. Heimspekingar eiga að stuðla að rökræðum frekar en sáttum. Þessi aðfinnsla mín varðar eitt einkenni bókarinnar: Margir höfund- anna eru alltof uppbyggilegir. Framsetning þeirra er fáguð og stíllinn vandaður og þeim er mjög í mun að sýna lesandanum fram á að gagn sé að siðfræði. Titill bókarinnar gefur tóninn: Hvers er siðfræðin megnug? 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.