Hugur - 01.01.2002, Page 103

Hugur - 01.01.2002, Page 103
Gagnrýni siðfræðinnar og gildi mannlífsins Hugur mynd mína og hamingjuleið.9 En þegar ég fæst við spurninguna „hvað ber mér að gera?“ þá gengst ég undir þá ópersónulegu kröfu að gera það sem stenst skoðun undir hinu „siðferðilega sjónarhorni“. Undir því sjón- arhorni leitast menn við að meta gildi útfrá hagsmunum „hvers sem er“ en ekki út frá farsældarhugmyndum tiltekinna einstaklinga eins og eðli- legt er með gildi í flokki 2). Þess vegna snýst rökræða um gildin í flokki 1) um það hvort þau geti öðlast samþykki allra í fijálsri og upplýstri rök- ræðu þeirra sem þau varða. Þetta er rökræða um leikreglur og ég held því fram að hún sé mikilvægasta hlutverk siðfræðinnar. Þótt ég hafi haldið því fram að að margt, svo sem uppeldi, góðar bók- menntir, trúariðkun, sem og samræður við sálusorgara, sálfræðinga og vini, geti verið áhrifaríkara til merkingarbærs lífs, mannbóta og farsæld- ar heldur en siðfræðileg rökræða, þá hef ég aldrei neitað því að það sé mikilvægt hlutverk siðfræðinnar að greina og rökræða þau lífsgildi sem menn leggja til grundvallar sjálfsskilningi sínum og hamingjuleit. En sú rökræða lýtur sem betur fer öðrum lögmálum en samræðan um þau gildi sem tengjast alhæfanlegum leikreglum. Markmið siðfræðilegrar rök- ræðu um gildi í flokki 2) er öðru fremur að skýra sjálfsskilning og sjálfs- mynd viðkomandi einstaklings, auðvelda honum að styrkja heilindi sín og leita hamingjunnar á eigin forsendum.10 Þessi gildi tengjast hug- myndum um sjálfsmyndun einstaklingsins, þeirri „fagurfræði tilvistar- innar“ sem Foucault gerði að viðfangsefni og sótti til Grikkja. Ég skil vel hrylling Foucaults yfir leit að algildu siðferði í þessum skilningi. Rök- ræða um þessi gildi á ekki að stefna að almennu samkomulagi, því að það er eðlilegt og sjálfsagt að einstaklingar velji sér ólíkar leiðir til far- sældar, svo fremi sem þær rýmast innan ramma þeirra leikreglna sem standa vörð um gildin í flokki 1). 9 Skilningur þeirra Róberts Haraldssonar og Jóns Á. Kalmanssonar á viðfangsefn- um siðfræðinnar virðist vera bundinn við þessa spurningu. Þannig furðar Róbert sig á því að ég telji siðfræðina einkum snúast um samskipti mín við annað fólk og Jón tekur undir boðskap Thoreaus um að maður eigi að huga að eigin reynslu og finna sína leið. Sjá grein Róberts, „Einræða, umræða og samræða“, bls. 184—86 og grein Jóns, „Hlutverk siðfræðinnar", bls. 211-12, báðar í Hvers er siðfræðin megnug? 10 Sjálfsskilningurinn er í senn sögulegur, þ.e. bundinn mótunarsögu sjálfsins, og siðferðilegur, þ.e. felur í sér sýn sem er mótuð af hugmyndum um hvernig ég ætti að vera. Hvort tveggja getur hamlað sjálfræði einstaklingsins eins og tilvistar- sinnar hömruðu hvað mest á. Þess vegna er spennan á milli þess sem ég er og þess sem ég vildi vera siðferðilegt drama. Sjá grein mína „Er manneskjan nátt- úrulaus? Hugleiðing um siðferði og mannlegt eðli“, Broddflugur bls. 108, og Júrgen Habermas, „On the Pragmatic, the Ethical and the Moral Employments of Practical Reason“, Justification and Application (Polity Press 1993) bls. 4-5. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.