Hugur - 01.01.2002, Síða 112
Hugur
Jón Ólafsson
hvort hægt væri að fá svo ómerkilegt bull birt í virtu tímariti á sviði hug-
vísinda ef hann tæki afstöðu með réttum höfundum og vitnaði af vel-
þóknun í skrif þeirra fræðimanna sem væru mest í tísku þá stundina.
í öðrum tilfellum er upphaf vísindastríða rakið til greinar C.P. Snows,
„The Two Cultures" sem birtist uppúr 1960 og fjallar um gjána á milli
afstöðu og heimsmyndar raunvísinda annars vegar og hugvísinda hins
vegar. Hið mikla gap skilningsleysis sem hann telur staðfest á milli þess-
arra tveggja menningarheima er C.P. Snow mikið áhyggjuefni. Ekki síst
óttast hann afleiðingar þess að skilningur þeirra sem ekki fást við raun-
vísindi á raunvísindum fari þverrandi. Þannig er engu líkar en að fram-
þróun þekkingarinnar beri með sér eyðileggingarmátt fáfræðinnar í því
að sérfræðingar á einu sviði hafa engan skilning á því sem sérfræðingar
á öðru sviði fást við.2
Á endanum má kannski eins segja að þetta menningarlega bil komi
fram með upphafi nútímavísinda. Þegar vísindaleg aðferð, eins og við
þekkjum hana nú á dögum, tók að þróast varð líka fyrst til aðferðafræði-
legt bil á milli tilraunavísinda og bóklegra fræða og þar með gagnkvæm
tortryggni þeirra sem stunda þessi ólíku fræði. Þó er óhætt að fullyrða
að sjaldan eða aldrei hefur bilið á milli hugvísinda og raunvísinda, á
milli bóklegra fræða og tilraunavísinda verið breiðara en nú er. Að því
leyti varð C.P. Snow sannspár, margt af því sem hann óttaðist hefur
komið fram.3
Vísindastríð snúast um þessar mundir um tvennt:
Annars vegar er sú staðreynd að raunvísindamenn eru oft furðulega
illa að sér um hugsunarhátt og aðferðir hugvísinda. Raunvísindi virðast
gagnrýnin í allt öðrum skilningi en hugvísindi. Á meðan hugvísindi eru
óhjákvæmilega gagnrýnin á allt umhverfi rannsókna er gagnrýni raun-
vísinda bundin við eiginlega aðferð sína. Sjónarhorn raunvísinda er því
þrengra en hugvísinda. Þetta telja raunvísindamenn oft helsta kost vís-
inda sinna. Þeir hneigjast því til að fordæma kollega sína í hugvísindum
fyrir aðferðafræðilega yfirborðsmennsku en hættir um leið sjálfum til
einangrunar og tæknihyggju. Svo þröngt sjónarhorn getur útilokað eðli-
lega samræðu við hugvísindi.4
Hins vegar er skilningur og notkun hugvísindamanna á hugtökum og
2 Sjá C.P. Snow, 1959 The Two Cultures and the Scientific Revolution Cambridge:
Cambridge University Press; 1964 The Two Cultures, a Second Look Cambridge:
Cambridge University Press; 1970 Valdstjórn og vísindi Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, þýðandi Baldur Símonarson.
3 Jay A. Labinger og Harry Collins, 2001 „Introduction" The One Culture? bls. 1-3.
4 Hér einblíni ég á togstreitu hugvísinda og náttúruvísinda. Það er hinsvegar rétt
að taka það fram að hugvísindi og félagsvísindi rekast oft á með svipuðum hætti.
110
J