Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 15
Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson
Hugur
Þannig vaknaði hjá mér áhugi á því sem ég taldi þá að væri heim-
speki. Hugmyndin sem ég gerði mér um hana þá og sem ég hafði um
hana upp í gegnum BA-námið, var af heimspeki sem ákveðinni teg-
und skáldskapar, eða uppfinningum ímyndunaraflsins. Það hvarflaði
ekki að mér að unnt væri að hafa rétt eða rangt fyrir sér. Eg hélt að
maður smíðaði bara þessar fögru smíðar - sem heilluðu mig algerlega
- en ég haföi meiri áhuga á hverjar þessar smíðar væru og hvernig
þær tengdust hver annarri en á nokkurri spurningu um rökstuðning.
Og hversu nálægt núverandi skoðun þinni á heimspeki mundi þetta
vera?
Þetta lýsir augljóslega ekki megninu af þeirri heimspeki sem ég legg
stund á eða hef lagt stund á síðan 1950. En ég lít enn á þetta sem ágæta
leið til að stunda heimspeki. Fyrstu kynni mín af annars konar ástund-
un heimspeki urðu þegar ég var framhaldsnemi og tók námskeið og
málstofu hjá Quine. Við urðum ævilangir vinir. Hann haföi augljóslega
annan hátt á að stunda heimspeki. Quine vissi tiltölulega lítið um sögu
heimspekinnar. Hann lauk raunar framhaldsnámi sínu á tveimur ár-
um. Og þar sem hann haföi verið í BA-námi var ekki kennd mikil heim-
speki. Hann hlaut því sáralitla þjálfun í heimspekisögu eða í viðfangs-
efnum heimspekinnar almennt. En allt um það, þrátt fyrir kynni mín
af rökgreiningarheimspeki og þá staðreynd að aðrir framhaldsnemar
við Harvard fengust að mestu leyti við hana, var doktorsritgerð mín um
Platon. Núverandi áhugamál mín spruttu fyrst og fremst af kennslu og
því að eitt viðfangsefni hefur leitt til annars.
Þannig að hugmynd þín um heimspeki þegar þú fórst til Harvard og
á meðan þú stundaðir nám þar, auk doktorsritgerðar þinnar um Fíl-
ebos Platons, bendir til þess að heimspekilegar rætur þínar liggi í sögu
heimspekinnar. En síðan þá hefur lítið af verkum þínum beinlínis
snúist um sögu heimspekinnar. Vissulega eru nokkur mikilvæg verk
þar sem heimspekisagan er í brennidepli og heimspekisagan er auðvit-
að í ríkum mæli til staðar í nýjustu verkum þínum, um umsagnar-
vandann. En margir sem hafa áhuga á tilteknum sviðum verka þinna
myndu ekki endilega tengja þig sérstaklega heimspekisögunni. Eg vil
því spyrja þig hvort þú teljir sögu heimspekinnar mikilvæga fyrir þá
vinnu sem þú hefur unnið, jafnvel þar sem þú hefur ekki minnst mik-
ið á Platon, Aristóteles eða Hume?
Já, ég held það. Hún er mikilvæg fyrir mig, þótt ég líti ekki á mig
sem neinn heimspekisagnfræðing. En ég er ánægður með að ég eyddi
13